Bara til að minna fólk á í framhaldi af dóminum yfir lögreglumönnunum tveimur í hæstarétti í morgun:
Skv. 13.gr lögreglulaga málsgr. 2. Handhafa lögregluvalds ber að rækja starfa sinn af kostgæfni og samviskusemi og ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur. Ekki mega þeir beita sakaðan mann harðræði fram yfir það sem lög heimila og nauðsynlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum né á annan hátt beita hann ólögmætri þvingun í orði eða verki, svo sem með hótunum.
@Lögreglan: Skamm þið eruð hérna til að passa okkur fyrir vondu gaurunum ekki til að lemja, berja og hóta.
Og í framhaldinu langaði mig bara að benda á að í hegningarlögunum er eftirfarandi klausa:
131. gr. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega handtöku, fangelsan eða [leit]1) eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum …2) eða fangelsi allt að 3 árum.
og svo þessi:
135. gr. Ef opinber starfsmaður tekur þátt í embættis- eða sýslunarbroti annars opinbers starfsmanns, sem undir hann er gefinn, eða leitast við að koma honum til að fremja slíkt brot, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
Hvað eiga þessir 5 og 2 mánuðir að þýða..!!! ég bara spyr?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli