23. mars 2004

Tuché!...Jæja, best að vera ekkert að þessum helvítis aulaskap! Hef ákveðið að sækja um í Meistaranámi í tölvunarfræði í HR, hef dauðlangað allt frá því að ég vissi að dr. Yngvi Björnsson ætlaði að fara að kenna gervigreind og hafa umsjón með rannsóknum á því sviði niðurfrá. Uss.. maður hreinlega getur ekki látið svona tækifæri renna sér úr greipum.. allavegana að athuga hvort maður komist inn. Það eru reyndar ekki fleiri en 10 manns sem komast inn og þar af einungis 2-3 sem komast að í gervigreindarrannsóknunum, þannig að maður er ekki beint default á leiðinni í þetta :)

Dr. Yngvi mun halda kynningarfund á gervigreind á tæknimessu TD næsta fimmtudag (25. mars) í stofu 201 niðrí HR, allir sem hafa áhuga mæta, mæta... ;) tapið ekkert á því...

Vona samt að prófskírteinið verði eitthvað betra en hjá þessum gaur sem útskrifaðist með "sehr gut" á A4 blaði .... æi.. þjóðverjar...

Engin ummæli: