25. september 2004


Lítið að gerast í blogg-heiminum undanfarna daga. Hef bara haft svo mikið að gera í schulen (eitthvað sem þetta vinnu-staða-lið þekkir ekki)... farinn að efast um hvort að mastersnám sé eitthvað sem maður muni lifa af.. púff.. maður nánast leggur á þegar fólk loksins hringir í mann því það er svo mikið að gerast (sorry Stinni :s).. en þetta fer vonandi að lagast í þessari viku...

Nú þarf maður bara að ákveða hvaða sjálfstæða verkefni ég ætla að taka í gervigreindarkúrsinum mínum og fara að drullast til að fylla út skólavistarumsóknina mína fyrir skólann í Alberta! Djííí.. verð héðan af þekktur sem Sverrir Tossi...

Eyddi deginum undir sæng og upp í rúmi... horfði á LOTR:TTT í gegn og á allar audio commentary rásirnar á disk 2.. púff.. samt snilldar dagur :D... er að vísu að hugsa um að biðja um replacement-saturday í staðinn fyrir þennan...

Styrmir -> Förum að lyfta í vikunni ég hef down-beef'ast undanfarið

p.s. djöfull fer það í taugarnar á mér að blogger.com ákvað að hætta að styðja neinn browser annan en IE.. fjandans helvítis Microsoft! Ég vill ekki nota browserinn ykkar!!! þannig að þegar tími gefst þá mun ég sennilega breyta blogginu mínu.. djöfulsins kúgun...

Engin ummæli: