Jæja styttist í fyrsta prófið. Á miðvikudaginn er próf í Aðferðarfræði rannsókna (sem er fínna orð yfir "sömu gömlu tölfræðina") og það er munnlegt... djíses.. maður getur nú lent í því í skriflegu prófi að muna ekki nákvæmlega hvað e-h þýðir og hugsað um það í nokkrar mínútur.. en ég meina... ekki gerir maður það í munnlegu prófi.. "ehhh.. augnablik Helgi, þarf aðeins að hugsa..? hmmmm... ??... *mínúturnar líða*"
Held ekki... en geðveikin er sú að ég er mættur hingað niðreftir fyrir klukkan 8 til að læra... hvaða hvaða.. maður drullaðist ekki einu sinni í skólann á þessum tíma í vetur...? En jæja.. best að sökkva sér í tölfræðina og hvernig eigi að skrifa rannsóknarritgerðir...
Hehe.. áður en tekist er á við daginn.. þá er vert að kíkja á þessa síðu hún er soldið fyndin... Hver kannast ekki við að hafa misst sig úr bræði í texta-adventure leikjunum og skrifað inn nokkur vel valin blótsyrði þegar prinsinn vildi ekki drekka úr könnunni eða drepa drekann... þessi gaur fór í alla gömlu sinclair leikina sína og athugaði hverjir svöruðu sérstaklega til baka slíkum orðum... skemmtileg lesning.. ;) (gamli spacequest svaraði nú ekki svona viturlega)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli