hy•poc•ri•sy |hiˈpäkrisē| noun ( pl. -sies)
the practice of claiming to have moral standards or beliefs to which one's own behavior does not conform; pretense.
Get ekki sagt annað en að mér finnst að sú hegðun sem Sony hefur nýlega orðið uppviss um ekki vera neitt annað en arfaslæmt tilvik af peningagræðgi. Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um þá er ég að tala um hinn alræmda rootkit hugbúnað sem Sony hefur látið fylgja öllum nýjum geisladiskum sem hafa verið gefnir út. Þessum svokallaða rootkit hugbúnaði er ætlað að standa vörð um höfundarétt tónlistarinnar sem er að finna á viðkomandi diski. DRM (e. Digital Rights Management) hugbúnaður sem þessi virkar þannig að þegar diskurinn er settur í PC tölvu keyrandi Windows (með hefðbundnum stillingum) þá keyrir forritið sig upp og vistar sig inn á tölvu viðkomandi. Forritið gætir þess svo að engin tónlist sé afrituð á viðkomandi vél (þ.e.a.s. færð yfir í mp3 form o.þ.h.).
Já forritið alveg sjálfkrafa setur sig sjálft upp! Magnað tól fyrir útgefendur, tryggja það að um leið og venjulegir notendur (sem kunna ekki að stilla Windowsið sitt) geti ekki afritað tónlistina sem þeir hafa keypt afnot af. Bíddu þessi forrita hegðun er ansi kunnugleg eða hvað? Er þetta ekki nákvæmlega það sem vírusar og önnur óværa gerir (s.s. auglýsingaforrit)? Skoðum þetta aðeins:
Hegðun | SonyDRM | Vírus/Auglforrit |
Sjálfvirk uppsetning án vitundar notanda | Já | Já |
Fylgist með því sem notandi gerir á tölvunni | Já | Já |
Hægir á tölvubúnaði og tölvuvinnslu notandans | Já | Já |
Framkvæmir aðgerðir þvert á vilja notanda | Já | Já |
Sér stillt til að nánast ómögulegt sé að taka eftir forritinu í keyrslu | Já | Já |
Ómögulegt að losna við hugbúnaðinn án sérstakra hugbúnaðartóla | Já | Já |
Óumbeðið sendir upplýsingar sem auðveldlega er hægt að misnota á óöruggan hátt | Já | Já |
Keyrsla forritsins getur leitt til gagnataps í ótengdum hugbúnaði | Já | Já |
Burt séð frá þessari óværu sem kominn er á tölvur margra notenda, þá kom í ljós nýlega að hluti þessa DRM hugbúnaðar frá Sony nýtir sér kóða úr OpenSource hugbúnaði. LAME MP3 hljóðkóðarinn er hugbúnaður sem er opinn öllum undir LGPL hugbúnaðarleyfinu. En það leyfi gefur hverjum sem er rétt til þess að nýta kóðann í hluta eða heild í sitt eigið forrit EF ákveðnum ákvæðum er fylgt (s.s. að skjala það skýrt hvar kóðinn er notaður, bjóða upp á opinn staðal fyrir þriðja aðila og að kóðinn verður að fylgja með hverju eintaki af forritinu undir sama LGPL leyfi!). Þennan kóða hafa Sony orðið uppvísir á að nota án þess að virða ákvæði LGPL leyfisins. [slashdot]
Sem sagt Sony í sínum hauslausu nornaveiðum á höfundarréttarbrjótum hefur sjálft brotið gegn hugbúnaðarsmiðum á sama hátt og þeir eru að væla undan sjálfir. Nú spyr ég bara .. hræsni eða hvað?
p.s. Var ekki nóg að þeir urðu uppvísir af stórfelldum mútum til útvarpsstöðva í sumar? Öll þessi mál hafa hiklaust dregið úr sammúð minni í garð tónlistarútgefenda (gott að Óli skuli vera hættur hjá Sony... hefði skilað bóki..reifaranum sem ég fékk síðustu jól!).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli