22. desember 2005

Hálfviti vikunnar


Orðabók
Að•rein•a•fant•ur | Aþrêna fhantur |
nafnorð
1 með afbrigðum tillitslaus persóna: aðreinafanturinn hugsaði ekki um neinn nema sjálfan sig
2 persóna sem sýnir óheyrilega frekju: aðreinafanturinn svínaði fyrir bílinn

UPPRUNI: Orðið kemur úr umferðarmenningu tuttugustu aldarinnar og lýsir einni af svívirðilegustu tegund ökuníðinga. Aðreinafanturinn einkennist af háttarlagi sem kallast aðreinasvíning. Aðreinasvíning lýsir sér þegar tvær eða fleiri bifreiðar eru staðsettar á aðrein að stærri umferðargötu. Þegar pláss myndast á aðalbraut þá tekur annar eða þriðji bíll af stað og treður sér inn á aðalbrautina og eykur hraða nægilega mikið þannig að fyrsti bíll á aðrein hefur ekki tækifæri til að komast inn á aðalbraut. Bifreiðin sem framkvæmdi aðreinasvíninguna er stýrt að aðreinafantinum.

Engin ummæli: