6. nóvember 2006

Bíómiðar


Í 2. gr. 4. mgr. í Lögum um virðisaukaskatt (1988 nr. 50 24. maí) segir að undanskilin virðisaukaskatti er:
Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.]


Þannig að hinn hefðbundi bíómiði sem nú kostar 900kr, kostar í raun án 24,5% vsk: 900*1.245 = 723 kr.

Bíómiðinn á Mýrina sem kostar 1.200kr. er sem sé 1.200-723 = 477 kr. dýrari!

Það er þannig nánast 500kr. dýrara að fara í bíó á Íslenskar myndir. Iss.. glætan! Hvernig hjálpar svona til að ýta undir innlenda framleiðslu?


p.s. og svo ef ekki sé nefnt að það kostar 50kr. aukalega að sjá myndir í fína nýja stafræna kerfinu þeirra í Kringlunni.

Fjúkk hvað ég er feginn að vera hættur að fara í bíó!!!

Engin ummæli: