Arg.. vík satan! Þessi dagur er dagur djöfulsins, eintómar freistingar allsstaðar. Byrjar á því að HR er 5 ára í dag og að sjálfsögðu var boðið upp á köku fyrir alla í skólanum (hún skákaði nú næstum Reykjavík 200 ára kökunni '86 í lengd).. uss hvað maður svitnaði og neyddist til að flýja húsið og mæta í vinnuna. Ekki tók þá betra við heldur en að okkur í deildinni var boðið upp á svakalega afmælisköku (algjör sprengja). En sem betur fer stóðst ég þessar freistingar djöfulsins og held ótrauður áfram í mechrununni "Yet another day"... :)
Annars hafa flutningarnir gengið bara helvíti vel, þó svo að ég hafi verið svo viðbjóðslega upptekinn í skólanum að ég hef ekkert gert (ekki einu sinni uppfært heimasíðuna) í að stilla upp í herberginu okkar. Nema að sjálfsögðu að tuða og röfla yfir því sem Rannveig hefur gert. En jæja.. við ætlum að skella okkur á bresku kvikmyndahátíðina í kvöld (gera eitthvað menningarlegt saman) og sjá The Magdalene Sisters. Skella okkur á deit saman, nauðsynlegt :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli