29. ágúst 2003

Og fólk vogar að segja að skólinn sé ekkert nema sældarlíf...Flutt! og núna er það bara skólinn... fuck! Ég sem ætlaði að vinna upp um helgina það sem ég hef verið að sleppa í síðustu viku (sökum flutningavesens) og þá er bara skellt á okkar hóp huge fyrirlestrar verkefni í málstofunni í næstu viku. Tveir fyrirlestrar um "Dynamic memory in the Kernel" og við eigum að tala um það í 2x40 mín.. guð minn almáttugur. Eins gott að maður er með góðu fólki í hóp. :)

Jæja allavegana búinn að prenta út allt efni sem ég fann um þetta á netinu (>500 síður) og nú er bara að lesa :s. Ekkert vídjó eins og planið gerði ráð fyrir... bara lestur, en jæja, samt lúmskt feginn að klára þennan fyrirlestrarpakka strax meðan að það er ekki of hektískt í skólanum (engin alvöru verkefnavinna hafinn, bara dæmatímar og lestur).

Hérna er einn gamall og góður í nýjum búningi.. sjóorrusta í flash, svona þegar maður verður leiður á að lesa...

Engin ummæli: