Frábært. :D :D Bestu fréttir í heimi. Svo virðist sem Philips hafi fundið leið til að búa til dual-sided DVD-R diska. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað í helvítinu þetta þýðir þá er staðan á dvd markaðinum núna að skrifanlegir dvd diskar (DVD-R diskar) eru einungis single-sided því nútíma dvd brennarar geta einungis brennt í gegnum eitt lag. Á meðan að myndadvd diskarnir eru allir dual-layer (verður að framleiða tvo single-layer og pressa þá svo saman).
Þetta eru að sjálfsögðu frábærar fréttir því núna tvöfaldast gagnamagnið á einum disk úr 4 GB í rúmlega 8GB og þessir nýju diskar eru víst fullkomlega compatable við dvd tæknina sem er við lýði í dag :) Þeir eru svo sniðugir hjá Philips.. Húrra fyrir þeim!! Lesiði meira um þetta á síðunni hjá Philips.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli