Vá næstum 3 vikur síðan maður hefur skrifað eitthvað á síðuna. Þvílíkt kæruleysi...
Annars er ekkert að frétta af manni annað en að skólinn er gjörsamlega að drekkja manni í vinnu, byrjaði í miðannaprófum í gær og hef verið að læra eins og fother mucker undanfarnar vikur. Usss ekki einu sinni neitt almennilegt slúður í gangi!
Einhverjir djöfulsins hálfvitar brutust inn í Valve og stálu source'inum af Half-life 2! Það var víst ástæðan fyrir að honum seinkaði þessi lifandis býsn núna 2 vikum fyrir launch. Endemis gras-asnar! Og ástæðan fyrir öllu þessu var helvítis Outlook, meira djöfulsins sorpið sem kemur frá Billa þessa dagana. Lesiði meira um lekann hér og nánar um update frá Valve hérna. Helvítis aumingjar, mig sem hefur hlakkað svo svívirðilega mikið til að spila þennan leik!
Ef þið vitið ekkert hvað Half-life 2 er þá er það nýjasti break-through 3D tölvuleikurinn sem von er á (eða var von á). Meira um leikinn á þessari slóð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli