Linux.. taka 2..
Ef það tekst ekki í fyrsta sinn, þá bara reyna aftur.. Settist niður í dag með öðlinginum honum Kristjáni "linux-master" og við (þá meina ég hann) settum upp linux á vélina mína... jæja þá er maður bara loksins orðinn efni í havaí-skyrtu-nörda... kompæla og megabæt... :D
Tókum okkur smá breather í gær skötu-hjúinn og ég bauð minni heittelskuðu á bíó. Skelltum okkur á Brother bear sem var alveg ágæt, fórum klukkan 4 og voru ALEIN í sal 3 í álfabakka. Gátum því miður ekki nýtt okkur þá möguleika sem það bauð upp á *blikk* þar sem að það var svo kalt inn í salnum að það hrímaði á okkur nefið og ég tók ekki af mér trefilinn alla sýninguna....brrr..
btw..Bakstur gærdagsins heppnaðist bara með ágætum (enginn dó, minniháttar brunasár) og afmælis-morgunkaffið var haldið með pompi og pragt í Rjúpufellinu í morgun :) Geggjuð kaka sem ég bakaði... ég hef ákveðið að hætta í tölvunarfræðinni og fara í bakarann.. see ya..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli