8. maí 2004

Undanfarinn mánuð hef ég verið að endurnýja kynni mín af Radiohead, gömlum kunningjum. Það er frábært að komast að því að maður hefur lumað á, algjörlega óafvitandi, þvílíkum tónlistar fjársjóði eins og Radiohead er... Sérstaklega hef ég hlustað á upptökuplötuna "I Might Be Wrong" sem var tekin upp á tónleikaferðalagi þeirra 2001 til að fylgja eftir Kid A og Amnesiac. Þessir tónleikar eru hreint út sagt frábærir!

Ég verð bara að segja að þrjúlög standa lang mest uppúr á þessum reyndar endasleppta diski, "Like Spinning Plates" sem er í frábærri píanó útsetningu og maður fær hreinlega gæsahúð af að hlusta á, Thom Yorke er snillingur og rokkaðasta lag disksins "Idioteque" þar sem 10.000 manns syngja eins hátt og þau geta með og ég hef þurft að halda aftur af mér til að standa ekki upp og taka líka með hástöfum undir hérna á skrifstofunni. Að lokum tekur hljómsveitinn eitt af betri lögunum af Kid A, "Everything in its Right Place". Lagið er ólýsanlegt, frábært lag, sjálfur setti ég það á repeat í heilan dag... réði ekki við mig.

Þið getið sótt þessi þrjú lögum sem ég minntist á með því að smella á nöfnin þeirra hérna að ofan, og fyrir þá sem hafa feita tengingu þá ætla ég að bjóða ykkur upp á, í nokkra daga, að sækja plötuna hérna >50MB (en ekki segja neinum)

Hérna eru nokkur góð review af þessum disk:
http://www.pitchforkmedia.com
http://www.amazon.com

p.s. ef ykkur langar (eins og mig) að syngja með kíkiði á textana hérna... miklu skemmtilegra en segja bara hmm bababa lamabandaba

Engin ummæli: