Við ákváðum að hringja í væntanlega landlordinn okkar hann Dirk le pool (hehe.. ég veit) í gær og með í gær þá urðum við að hringja í hann á miðnætti til að ná í hann eftir að hann kæmi heim úr vinnunni (það er sko -7 tíma munur á Reykjavík og Edmonton).
Tók það að mér að tala útlenskuna og þrátt fyrir mína mjög svo takmörkuðu hæfileika í talaðri ensku þá blessaðist þetta bara ágætlega. Reyndar fékk ég vægt sjokk í upphafi samtalsins þegar hann kveikti ekki á að ég væri "one-of-the-icelanders" og tilkynnti mér að allar íbúðirnar væri leigðar og ekkert væri available. *púfff*... reyndar var ágætt þá treysti ég honum aðeins betur að hann sé ekki að reka eitthvað skamm þarna í Kanada (er víst eitthvað um það að íbúðir séu auglýstar til leigu og margir eru látnir borga security-deposit fyrir sömu íbúðina og svo stingur leigusalinn bara af með allt stöffið..). Þannig að hann Dirk virðist ekki ætla að reyna að leigja neinum nema okkur þessa íbúð og við erum orðnir "best-pals".. :D
Var voða ánægður að geta leigt international students þessa íbúð því hún hefur einmitt verið leigð til þeirra undanfarið, sennilega þeir einu sem eru til í að borga þetta háa leigu...1100$ sem er soldið steep miðað við leigu í Edmonton(kanadadollarinn er 52 kr.). En íbúðin en hún er frábærlega vel staðsett (innan við 1km frá háskólanum), kemur með húsgögnum og high-speed internet ;)... all that a computernerd needs... Hérna er staðsetningin á korti og auglýsingin. Steinunn á allan heiðurinn af því að hafa fundið þessa íbúð fyrir okkur.. :)
En um Kanadamenn og konur.. rakst á þetta furðulega myndband á huga/háhraða í morgun. Hvað er málið? Er kaninn að missa vitið, getur maður átt von á að USA fari í stríð við Kanada á næstunni... *fnuss* ÁFRAM KANADA!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli