14. desember 2004

Verðu tölvuna þína!

Langaði bara að minna alla á að vera meðvitaða um hvað sé að gerast á tölvunum sínum. Maður þarf nefninlega ekki að vera tölvu-sérfræðingur til að gera það. Það er hellingur af forritum sem maður getur treyst til að fylgjast með þessu fyrir mann.

Tvennt sem ber að varast þegar vafrað er um alnetið, annars vegar vírusar og hinsvegar spyware/malware (forrit sem setja sig "sjálf" upp á tölvurnar hjá manni og annað hvort birta auglýsingar reglulega eða eru að fylgjast með hvað sé að gerast hjá þér). Ég mæli með sem algjöru lágmarki eftirfarandi atriði:
  • Vírusvörn:
    AVG Antivirus 7.0, er ókeypis vírusvörn fyrir einkatölvur. Þetta er ágætis vara fyrir þá sem ekki eiga þegar forrit sem kosta eins og Norton Antivirus/Pcillin/Trent Micro (s.s. fátækir námsmenn). Gætiði einnig að því reglulega (ca. 2 sinnum í mánuði að uppfæra þessi forrit, en flest bjóða þau upp á einhverskonar sjálfvirka uppfærslu)
  • Adware/Malware fjarlægingu:
    Mæli sterklega með að allir setji upp Ad-Aware SE Personal og keyri það reglulega. Það sér um að fjarlægja 90% af öllum óæskilegum forritum og óþverra af vélinni ykkar. Aukalega þá er nauðsynlegt að sækja einnig Spybot Search & Destroy sem er forrit með nánast sama tilgang en finnur oft það sem Ad-Aware missir af. Saman þá veita þessi tvö forrit nánast 99,99% vörn gegn óæskilegum forritum. Muna bara að uppfæra reglulega (ca. 2 í mánuði). Þessi forrit verður að keyra handvirkt í hvert skipti best er að gera það a.m.k. á tveggja vikna fresti (ef tölvan er notuð mikið)
  • FireFox vafra:
    Hiklaust hættiði að nota Internet Explorer og færið ykkur yfir í betri vafrara. Með FireFox þá losniði líka við óviljandi uppsetningar á ActiveX forritum (bad.. very bad) og að mínu mati þá gefur FireFox þér mun afslappaðri og skemmtilegri vafr-reynslu... Ekki spurning uppfæra í dag!
Öll forritin sem ég minntist á hérna að ofan eru ókeypis fyrir heima-notendur og eru mjög góð á sínu sviði, þau hafa lítil sem engin áhrif á afköstin í tölvunni (líkt og önnur stór vírusvarnarforrit gera yfirleitt, s.s. Norton) og hjálpa við að halda vinnuumhverfinu hreinu og fínu. Sjálfur er ég að nota þessi forrit.

Hugsiði bara um það á þennan hátt:
Afhverju læsi ég útidyrunum og bílnum mínum, loka skápunum og læsi hjólinu mínu? En geri ekkert fyrir tölvuna mína? Miðað við að Ísland sé eyja og innbrots/bíl/hjóla-þjófarnir eru a.m.k. á sama skerinu, þá er tölvan þín tengd ÖLLUM heiminum....

Engin ummæli: