Tvennt sem ber að varast þegar vafrað er um alnetið, annars vegar vírusar og hinsvegar spyware/malware (forrit sem setja sig "sjálf" upp á tölvurnar hjá manni og annað hvort birta auglýsingar reglulega eða eru að fylgjast með hvað sé að gerast hjá þér). Ég mæli með sem algjöru lágmarki eftirfarandi atriði:
- Vírusvörn:
AVG Antivirus 7.0, er ókeypis vírusvörn fyrir einkatölvur. Þetta er ágætis vara fyrir þá sem ekki eiga þegar forrit sem kosta eins og Norton Antivirus/Pcillin/Trent Micro (s.s. fátækir námsmenn). Gætiði einnig að því reglulega (ca. 2 sinnum í mánuði að uppfæra þessi forrit, en flest bjóða þau upp á einhverskonar sjálfvirka uppfærslu) - Adware/Malware fjarlægingu:
Mæli sterklega með að allir setji upp Ad-Aware SE Personal og keyri það reglulega. Það sér um að fjarlægja 90% af öllum óæskilegum forritum og óþverra af vélinni ykkar. Aukalega þá er nauðsynlegt að sækja einnig Spybot Search & Destroy sem er forrit með nánast sama tilgang en finnur oft það sem Ad-Aware missir af. Saman þá veita þessi tvö forrit nánast 99,99% vörn gegn óæskilegum forritum. Muna bara að uppfæra reglulega (ca. 2 í mánuði). Þessi forrit verður að keyra handvirkt í hvert skipti best er að gera það a.m.k. á tveggja vikna fresti (ef tölvan er notuð mikið) - FireFox vafra:
Hiklaust hættiði að nota Internet Explorer og færið ykkur yfir í betri vafrara. Með FireFox þá losniði líka við óviljandi uppsetningar á ActiveX forritum (bad.. very bad) og að mínu mati þá gefur FireFox þér mun afslappaðri og skemmtilegri vafr-reynslu... Ekki spurning uppfæra í dag!
Hugsiði bara um það á þennan hátt:
Afhverju læsi ég útidyrunum og bílnum mínum, loka skápunum og læsi hjólinu mínu? En geri ekkert fyrir tölvuna mína? Miðað við að Ísland sé eyja og innbrots/bíl/hjóla-þjófarnir eru a.m.k. á sama skerinu, þá er tölvan þín tengd ÖLLUM heiminum....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli