Að skrá fólk á póstlista út í heimi án þeirra vitneskju er mjög dónalegt.
Þetta getur hljómað mjög fyndið en það er það ekki og hérna eru nokkrar ástæður fyrir því:
- Ruslpóstur er vaxandi vandamál á alnetinu í dag og er áætlað að yfir 70% af öllum tölvupósti sé ruslpóstur, þetta veldur töfum og hægagangi á hverjum stað sem skeytið stoppar á leiðinni.
- Ruslpóstur tekur upp pláss á harðadiski viðkomandi og stuðlar því að tölva viðkomandi sé hægvirkari, sérstaklega ef ýmsar leitarþjónustur eru virkar á tölvunni sem sjá um að gera tölvupóstinn okkar leitanlegan (indexa).
- Öll þessi auka vinna á tölvunni (indexing og þ.l.) veldur því að stytta líftíma þeirra hörðudiska sem eru í vélinni. Getur því stuðlað að gagnatapi hjá viðkomandi. t.a.m. þá er meðalstærð ruslpóst sem ég fékk í dag um 15KB og ég fékk 30 stykki í dag = 450KB * 30 dagar í mánuði = 13500KB = 13MB * 12 mánuðir á ári = 158MB á ári bara í ruslpóst! (Meðal 15bls word-skjal er svona um 30-40KB). Þetta tekur pláss.
- Ruslpóstur tekur frá okkur tíma með því bara að berast til okkar. Tekur tíma að fjarlægja póstinn (já þó það séu bara nokkur smell.. 2-3 sec hvert)
- Ruslpóstsendendur selja alltaf listana yfir netföng öðrum ruslpóstsendendum. Í versta falli getur þetta orðið til þess að pósthólf viðkomandi verður ónothæft. (t.d. hef ég þurft að loka 2 netföngum þar sem ég var hættur að geta komist í gegnum listann vegna magns af ruslpósti sem ég fékk sendann!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli