27. september 2005

Klukk og ekki klukk

Uss.. andskotinn Solla, afhverju.. afhverju..???

Það er ekki það að ég hafi verið að hunsa Sollu vinkonu og klukkið hennar á bloggið mitt um daginn. Ég hef reyndar setið dögunum saman og langt fram eftir nætur við að reyna að finna eitthvað til að segja um mig.. eitthvað svona .. klukk-legt...

Finn ekki neitt!... Fjandinn... mér dettur ekkert í hug.. Ekki bara það að maður geti ekki sett eitthvað svona lítið og "obboslega krúttlegt" eins og "Ég horfi á kærleiksbirnina" eða "Litla táin á mér er obboslega lítil" heldur er það bara ekki neitt.. ekki einu sinni cold-hard facts.. ahhh jú augnablik..

1. Ég er með bumbu, kalla hana Runólf.

Pjúff.. eitt atriði.. lífið mitt er þá ekki jafn innihaldslaust og tómt (hmm.. tvítekning?) og ég hélt.. En HVERJUM datt í hug að þetta yrðu að vera fimm atriði.. djíses.. vá!... þetta eina atriði hefur verið þvílík kvöl og pína að finna.. hvernig í ósköpunum á mér að detta eitthvað annað í hug... hmm..??

2. Ég þekki ekki dökkhærðu stelpuna í O.C. og Jackie í "That 70s show" í sundur (tvíburar wtf!).

Nú jæja þá kemur þetta bara..

3. Mér finnst róandi að forrita, því forrit fylgja alltaf ákveðnum fyrirfram ákveðnum reglum og það er ekkert hægt að víkja út frá því.. ólíkt mörgu öðru sem maður lendir í.

Vá nú vantar bara að maður kaupi sér púddluhund og grafi 5 metra djúpann brunn inni í íbúðinni sinni... "It must put the lotion in the basket"

4. Ég elska B-myndir

5. Stundum kinka ég kolli og segji "Já" til að ACK'a í samtölum við fólk, þó svo að ég hafi fyrir löngu síðan misst allan þráð í samtalinu og er farinn að hugsa um eitthvað allt allt annað...

Hmm.. jæja .. þetta virðist hafa reddast bara ágætlega.. Hvað segir þú Rannsan mín.. klukki-klukk!

Engin ummæli: