Konur - leggjum niður störfEldhresst konur.. ég viðurkenni fúslega að ég er stuðningsmaður jafnréttisbaráttunnar , hvort sem um er að ræða mismunun byggða á kyni, kynhneigð, húðlit, trú, launum, menntun o.s.frv..
Hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn, en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu 1975. Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, ef litið er til þess að atvinnutekjur kvenna eru 64,15% af atvinnutekjum karla. Samkvæmt þessu eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, eftir fimm tíma og átta mínútur (miðað er við vinnudag kl. 9-17). [meira]
Verð þó að viðurkenna að (eins og flestir íslendingar) að þá á ég voðalega erfitt með að mæta í allt sem inniheldur orðið mótmælaganga og þ.l. Ekki vegna þess að ég trúi ekki á málstaðinn heldur aðallega vegna þess að ég er húðlatur að mæta í svona *roðn*
Undanfarin ár hefur hinsvegar runnið upp fyrir mér að þessi svokallaða "mótmæla-leti" sem hrjáir mig er ekki endilega af hinu illa. Afhverju segi ég það? Nú af þeirri einu ástæðu að mótmælaaðgerðir helstu baráttuhópanna hafa (með nokkrum undantekningum þó) einkennst af ótrúlegum barnaskap (meðal annars skyrslettum, eggjakasti og hvað var asnalegra en að setja banana á Alþingisþrepin?). Held hreinlega að þessi "leti" mín sé uppsprottin úr undirmeðvitund minni sem einhverskonar varnaðaraðgerð fyrir því að taka þátt í slíkum skrílslátum.
Ég verð því að viðurkenna að þrátt fyrir að mér finnist hugmyndin af Kvennafrídeginum vera góð þá vantar mig frekari sannfæringu á að það að konur leggi niður vinnu sé rétt leið til að öðlast jafnrétti í launabaráttu kynjanna. Sérstaklega ef tekið er mið af því að (án efa) nýti meirihluti kvenna þennan "frí-tíma" einungis sem já.. Frí.. "Flott að 'fá' að fara heim snemma bara!".
Afhverju ekki frekar að allar konur, í stað þess að fara í 'frí', leggi niður vinnu (eins og fyrirætlunin er) og fari frekar og óski eftir launaviðtali við yfirmann/konu sína? Noti tímann uppbyggilega! Fyrirtæki gætu þannig komið á móts við kvennkyns starfsmenn sína á þann hátt að taka frá tíma stjórnenda í fyrirtæki sínu frá 14:08 og fram eftir degi einmitt til að hitta konurnar og ræða við þær?. (Sérstaklega væri þetta nú árangursríkt vegna þess að í dag er orðið eitthvað meira um kvennkyns yfirmenn í atvinnulífinu).
Eiga sömu aðgerðir og áttu við árið 1975 ennþá við í dag? Afhverju ekki nýta það að launabaráttu kynjanna hefur þokað þó ekki nema örlítið áfram síðastliðin 30 ár og breyta um taktík?
Hvað finnst ykkur konur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli