Samræmdum prófum hætt
Alþingi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis.
Alþingi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis.
Björgvin segir prófin úrelt og valda meira tjóni en gera gagn. "Þau valda gífurlegri miðstýringu þar sem allt miðast við fáar bóklegar greinar en þau mæla ekki það sem verðmætast er eins og til dæmis færni í mannlegum samskiptum. Að auki búa þau til tapara þar sem allir eiga að koma út sem sigurvegarar," segir Björgvin og telur betri leiðir til til að mæla árangur skólabarna.- bþs/fréttablaðið
Þessi Björgvin blessaður hefði nú eitthvað til málanna að leggja ef hann væri ekki soddan grasasni eins og þessi frétt ber með sér. "Að auki búa þau til tapara þar sem allir eiga að koma út sem sigurvegarar". Það er ekki nóg að skerða eigi menntun ungafólksins okkar bæði á sviði raunvísinda og okkar ástkæra móðurmáli, heldur á núna að gera grunnmenntun barnanna að bölvaðri feel-goody unglingavinnu!
Höfum minni áhyggjur af því að öllum líði eins og sérstökum "sigurvegara" snjókornum sem finnst lífið og þjóðlífið eigi að snúast utan um rassgatið á þeim. Höfum frekar meiri áhyggjur af því að fólkið í landinu fái mannsæmandi grunndvallar kennslu og öðlist sómasamlega undirstöðu kunnáttu í þeirri þekkingu sem mannkynið hefur viðað að sér undanfarin ár þúsund og gerir okkur kleift að lifa eins og við lifum í dag!
Að láta svona út úr sér... sveimérþá!
Ekki misskilja mig þó, ég er fylgjandi því að fyrirkomulaginu á þessum svokölluðu "samræmduprófum" sé breytt og fært í betra horf. Ég er sammála því að ofur-áhersla sé lögð á (sem hreinlega jaðrar við bölvað snobb) ákveðin bókleg fög en lítil sem engin áhersla sé lögð á verknám í gunnskólum og mennastofnunum landsins.
Hinsvegar má ALDREI, ALDREI, ALDREI gleyma því að til þess að geta tekið þátt í nútíma þjóðfélagi og vera samkeppnishæfur á vinnumarkaðinum þá verður að tryggja að allir hafi sama grundvallarskilninginn á hinum "hefðbundnu" bóklegu fögum (s.s. stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, íslensku, ensku, dönsku/þýsku/frönsku, osfrv..)! Sama hvar styrkleikar hvers og eins liggja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli