3. október 2006

pappír != paper != papier != papel

Magnað í hvernig vandamálum maður lendir með makka. Til að mynda er prentun ógurlegt mál á tímum.

Ég komst að mjög einkennilegum hlut í síðustu viku þegar ég varð loksins pirraður á því að makkinn minn reyndi alltaf að prenta út allt í US-Letter stærð, þó svo að blaðsíðurnar og prentarinn væri stilltur á A4 stærð.

Eftir mikla leit og hártog þá komst ég loksins að því að, eins einkennilegt og það er, þá ákváðu Apple menn að pappírsstærðir skyldu verða ákvarðaðar af því tungumáli sem er virkt á viðkomandi vél. Furðuleg ákvörðun það...

Allavegana hérna eru nokkrar leiðir til að stilla sjálfgefna pappírsstærð í OS X, sjálfur er ég með öll þessi atriði sett hjá mér:

  1. Opna "Print & Fax" í system preferences og velja 'A4' sem default paper size in page setup.

  2. Opna "International" í system preferences og bæta við "British English" inn í listann í flipanum "Language". Gæta þess að hafa það líka efst í listanum, þ.e.a.s. most prefered. Verður að endurræsa til að breytingarnar taki gildi.

  3. Það eru tilbúnar global prentaraskipanir í localization skjölunum undir /System/Library/Frameworks/ApplicationServices.framework/
    Versions/A/Frameworks/PrintCore.framework/Versions/A/Resources/

    Það gæti verið nauðsynlegt ef skref 1 virkar ekki að breyta skránni "English.lproj/Localizable.strings" sem staðsett er á þessum stað. Í henni eru default skipanir fyrir prentara. Þarf einungis að breyta: DefaultPaperSize stillingunni í "DefaultPaperSize" = "iso-a4"; (Gætið þess að English.lproj er ef þú ert með stillta English í language, en_GB.lproj ef þú ert með British English o.s.frv.)

  4. Ekki eru allir prentarar sem nota þessa default skrá sem lýst er að ofan. Sumir prentarar, eins og t.a.m. Epson eru með sín eigin uppsetningarskjöl. Til að breyta þeim þá þarf að opna möppuna /Library/Printers/EPSON/ finna svo plugin-ið fyrir viðkomandi prentara tegund þar undir. Hægri smella á það og velja "Show package contents". Opna svo /Contents/Resources/English.lproj/Localizable.strings skránna sem staðsett er inn í plugin-inu og breyta líkt og að ofan: "DefaultPaperSize" = "iso-a4";


Ég framkvæmdi þessi skref hérna að ofan sjálfur og þau virkuðu mjög vel á vélinni minni. Mæli með því að eftir að einhver eða öll þessi skref hafa verið framkvæmd þá að endurræsa vélina til að tryggja að uppfærðar upplýsingar séu í notkunn í öllum forritum.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum af ykkur hinum makka notendum sem notið ekki íslensku útgáfuna af OS X.

Engin ummæli: