25. febrúar 2005

Day off, rollercoster and waterpark

(Sorry but this post will be in icelandic, due to vocabulary limitations). Dagurinn í dag var titlaður official "Frídagur í reading-week". Tókum okkur öll frí frá heimaverkefnum í skólanum og lestri pappíra og ákváðum að kíkja aðeins betur á Edmonton. Ákveðið var að skella sér í "The mall" en það eina sem það þýðir er að fara í stærstu verslunarmiðstöð í heiminum West Edmonton Mall. Við fórum þrjú (ég, Jónas og Steinunn) ásamt Frano félaga okkar (er einnig í grad cs námi hérna við deildina) á vit ævintýrana rétt upp úr hádeginu í morgun.

Við höfðum nú ekki mikið planað búðalega séð. En hvernig er það hægt eftir að hafa lesið að í WEM er risastór sundlaugargarður (World Waterpark), stærsta innanhús stöðuvatnið í heiminum (meira að segja með sæljónum og kafbátum), stórt innanhús skautasvell og huge skemmtigarður með stærsta rússíbana sem ég hef á ævinni séð (þó ég hafi ekki séð þá marga). Þannig að plan dagsins var nú gróflega það að:
  1. Fara í rússíbanann
  2. Fara í sundlaugargarðinn
  3. Kíkja í búðir ef tími gefst.. :)
Við gátum varla hamið okkur þegar við komum á staðinn eftir góða strætóferð að drífa okkur í að finna rússíbanann eins og skot.. Vááááá.. fjandinn hvað hann er stór og allir hringirnir sem hann fer í .. brr.. :s

Eftir að hafa keypt okkur "farmiða" þá skildum við Frano eftir með töskurnar og drifum okkur í tækið. Já þetta er kannski ágætis tími til að segja frá því að ég hef ekki áður farið í rússíbana á ævinni.. s.s. í morgun var ég hreinn-sveinn hvað rússíbana varðaði... Vááá og var þetta líka rússíbaninn til að byrja á að fara í.. ég hélt ég myndi deyja.. Hann byrjar nú nógu saklaust bara fer upp, upp, upp, upp, upp og rétt um það bil sem þú býst við að snerta þakið þá tekur hann þessa líka svakalegu dýfu .. og ég verð bara að viðurkenna það að ég öskraði úr mér lungun í þessari dýfu og hætti ekki fyrr en ferðinni lauk.. hehe.. En ég held að enginn hafi nokkurn tíman öskrað eins mikið og Steinunn.. það var eins og í góðu B-hryllingsmyndar atriði.. hún öskraði og öskraði allan tíman (og var með lokuð augun) á meðan að ég og Jónas sátum allveg stífir fremst :) En annars er ekki hægt að lýsa þessari ferð.. þið verðið bara að sjá hana sjálf.. [Rollercoster video].

Eftir rússíbanann (með allar sýnar lykkjur og sveigjur) þá vorum við svo spennt að við ákváðum að kíkja aðeins á hin "leiktækin" í kring.. Frano vildi endilega að við tækjum mót í boxleik í anda "Fist of the northen star" (fyrir þá sem þekkja hana) og við leituðum þann kassa uppi í leiktækjasölunum. Hann var reyndar frekar skemmtilegur :D. Tókum líka fótboltamót, þythokkí tournament og að sjálfsögðu hið klassíska DDR danskeppni ... :) (maður er bara að verða helvíti góður í þessu hehe).

Eftir að hafa leikið okkur aðeins í tækjunum þá fórum við og kíktum aðeins í búðir og restina af þessu fáránlega stóra molli. Hellingur af skemmtilegum og flottum búðum, Jónas fann helling af fötum, ég fann ekkert.. Keypti mér reyndar mjög flotta götuskó úr Nubuck (einskonar rússskinn.. einhverjir sérfróðir geta hugsanlega upplýst hvað það er nákvæmlega). Svartir mjög töff, séð mynd af þeim hérna.

Eftir að hafa rölt um og kíkt á skautasvellið, sæljónin og kafbátana þá ákváðum við að skella okkur í sundlaugargarðinn (Frano var æstur í að við myndum reyna að smygla okkur inn á Family-pass en jæja..) við biðum í furðulega stuttri en afskaplega hægri röð til að komast inn í garðinn en þegar við loksins komumst í gegn eftir að hafa borgað þá skelltum við okkur í búningsklefana. Hehe magnað, engir skápalyklar heldur getur maður leigt skáp þarna fyrir fötin sín og verður að borga í sjálfsala inn í búningsklefanum síðan er skápurinn opnaður/lokaður með fingrafaralesara :D Magnaður anskoti (nema hvað að lesarinn virkar ekki sérstaklega vel á blauta og vel soðna-rúsínu-putta.. hmm.. smá yfirsjón þar..en kúl samt sem áður).

Vá hvað þetta var magnaður sundlaugargarður (því miður þá tók ég ekki myndavélina með, vildi ekki að hún myndi blotna eða eiga á hættu að einhver myndi stela henni ef ég skildi við hana), í honum var risa-risa stór öldusundlaug (ætti frekar að vera kallað stöðuvatn) og hellingur af rennibrautum. Fórum í þær allar! :D Og meira að segja þessar tvær svakalegustu, önnur þar sem maður kastaðist upp í loftið á leiðinni niður og svo hin sem var efst upp í rjáfri og var nokkurnvegin 89° lóðrétt fall niður.. úff hvað það kitlaði í magann (það var svvvoooo erfitt að fara fram af brúninni í fyrstu ferðinni að ég ætlaði ekki að meika það.... hehe og já svo fór ég aftur). Frábær sundlaugarferð í alla staði :D


-Þessi bratta er rauða rennibrautin, hin er beint fyrir aftan hana (þessi aflíðandi), svo var hellingur af öðrum brautum til vinstri af myndinni og öldusundlaugin til hægri af mynd (mynd ekki fengin með leyfi frá Jónasi)

Frano varð að drífa sig á blak æfingu en við ákváðum að skella okkur í bíó fyrst við vorum nú þarna í WEM og höfðum hvort sem er ekkert betra að gera. Sáum Onk Bak, veit ekki alveg hvernig mér fannst hún, enda sofnaði ég örugglega fimm sinnum yfir henni þar sem ég var alveg að drepast úr þreytu eftir daginn.. Ágætis mynd, lélegur leikur, en fín stunt og bardaga atriði...

Í alla staði frábær dagur :)
Endilega kíkiði á myndirnar (og vídjóin hérna)

Engin ummæli: