Við höfðum nú ekki mikið planað búðalega séð. En hvernig er það hægt eftir að hafa lesið að í WEM er risastór sundlaugargarður (World Waterpark), stærsta innanhús stöðuvatnið í heiminum (meira að segja með sæljónum og kafbátum), stórt innanhús skautasvell og huge skemmtigarður með stærsta rússíbana sem ég hef á ævinni séð (þó ég hafi ekki séð þá marga). Þannig að plan dagsins var nú gróflega það að:
- Fara í rússíbanann
- Fara í sundlaugargarðinn
- Kíkja í búðir ef tími gefst.. :)
Eftir að hafa leikið okkur aðeins í tækjunum þá fórum við og kíktum aðeins í búðir og restina af þessu fáránlega stóra molli. Hellingur af skemmtilegum og flottum búðum, Jónas fann helling af fötum, ég fann ekkert.. Keypti mér reyndar mjög flotta götuskó úr Nubuck (einskonar rússskinn.. einhverjir sérfróðir geta hugsanlega upplýst hvað það er nákvæmlega). Svartir mjög töff, séð mynd af þeim hérna.
Eftir að hafa rölt um og kíkt á skautasvellið, sæljónin og kafbátana þá ákváðum við að skella okkur í sundlaugargarðinn (Frano var æstur í að við myndum reyna að smygla okkur inn á Family-pass en jæja..) við biðum í furðulega stuttri en afskaplega hægri röð til að komast inn í garðinn en þegar við loksins komumst í gegn eftir að hafa borgað þá skelltum við okkur í búningsklefana. Hehe magnað, engir skápalyklar heldur getur maður leigt skáp þarna fyrir fötin sín og verður að borga í sjálfsala inn í búningsklefanum síðan er skápurinn opnaður/lokaður með fingrafaralesara :D Magnaður anskoti (nema hvað að lesarinn virkar ekki sérstaklega vel á blauta og vel soðna-rúsínu-putta.. hmm.. smá yfirsjón þar..en kúl samt sem áður).
Vá hvað þetta var magnaður sundlaugargarður (því miður þá tók ég ekki myndavélina með, vildi ekki að hún myndi blotna eða eiga á hættu að einhver myndi stela henni ef ég skildi við hana), í honum var risa-risa stór öldusundlaug (ætti frekar að vera kallað stöðuvatn) og hellingur af rennibrautum. Fórum í þær allar! :D Og meira að segja þessar tvær svakalegustu, önnur þar sem maður kastaðist upp í loftið á leiðinni niður og svo hin sem var efst upp í rjáfri og var nokkurnvegin 89° lóðrétt fall niður.. úff hvað það kitlaði í magann (það var svvvoooo erfitt að fara fram af brúninni í fyrstu ferðinni að ég ætlaði ekki að meika það.... hehe og já svo fór ég aftur). Frábær sundlaugarferð í alla staði :D
-Þessi bratta er rauða rennibrautin, hin er beint fyrir aftan hana (þessi aflíðandi), svo var hellingur af öðrum brautum til vinstri af myndinni og öldusundlaugin til hægri af mynd (mynd ekki fengin með leyfi frá Jónasi)
Frano varð að drífa sig á blak æfingu en við ákváðum að skella okkur í bíó fyrst við vorum nú þarna í WEM og höfðum hvort sem er ekkert betra að gera. Sáum Onk Bak, veit ekki alveg hvernig mér fannst hún, enda sofnaði ég örugglega fimm sinnum yfir henni þar sem ég var alveg að drepast úr þreytu eftir daginn.. Ágætis mynd, lélegur leikur, en fín stunt og bardaga atriði...
Í alla staði frábær dagur :)
Endilega kíkiði á myndirnar (og vídjóin hérna)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli