Skandinavafélagið (sem við erum stoltir meðlimir í öll þrjú) hélt sameiginlegt partí með Þjóðverjafélaginu hérna á campusinum í kvöld. Þvílíkt stuð! Við ákváðum að skella okkur á skemmtunina og drógum Frano og John með okkur. Hittumst reyndar fyrst og fengum okkur að borða saman og röltum svo á skemmtunina. Þegar við mættum þá var nú ekki beint mesta stuðið enda eru þjóðverjar heims-þekktir fyrir sín melló partí og ekki margir skandinavar mættir!... ódýr bar og þýskt Ütze dj-techno.. gerist ekki betra.. enda varð kvöldið þvílík snilld. Mingluðum við þjóðverjana og aðra skandinava í mjög innilegum-twister ásamt því að skella okkur á dansgólfið.
Kvöldið var mjög fínt, fórum á Scholars eftir að partííunu lauk á campusinum og komu þangað flest allir skandinavarnir og meirihlutinn af þjóðverjunum, meira að segja birtust allt í einu einn Rússi og vinur hans frá Úkraínu við borðið, enginn mundi eftir að hafa séð þá í partíinu á undan né hafa pickað þá upp á leiðinni.. en frábærir gaurar.. :)
Eftir nokkrar Jugs á Scholars þá skelltum við okkur í stutt eftirpartí heima hjá okkur íslendingunum, gott kvöld í alla staði :) Sjá myndirnar hérna.
p.s. Fór í klippingu í fyrsta skiptið í Kanada.. magnað.. gat ekkert spjallað við hárgreiðsludömuna.. hún talaði svo hratt og svo mikið að maður svitnaði bara við að reyna að keep-up.. :D Flott greiðsla samt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli