4. júní 2005

Stúdentagarðar

Eftir að hafa flakkað upp og niður á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðunum (hjálpar nú ekki að ég sé "bara" nemandi í HR) þá loksins fengum við úthlutað íbúð á Eggertsgötunni. Við urðum víst að borga leiguna fyrir hálfan maí (furðulegt að halda þessu ekki bara í heila mánuð, úthluta manni íbúð í miðjum mánuði er soldið furðulegt). Við slógum því á frest að hefja flutningana úr Rjúpufellinu þar til að við komum frá Mallorca og höfum því verið að bera dót og drasl úr þessari litlu kytru sem við vorum í. Furðulegt hvað mikið drasl fylgir manni og maður getur troðið á lítið svæði.. þetta voru alveg 4 ferðir með kassa og drasl ásamt því að fara eina væna sendibílaferð með skápa og rúm.

En jæja við sváfum fyrstu nóttina í nótt og nú er bara að taka upp úr töskunum og vona að við höldum íbúðinni fram á vetur ;)

Engin ummæli: