13. júní 2006

Dagskrargerðarpakk

Er að horfa á þáttinn "Taka tvö" á RÚV. Úff hvað Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er upptekinn af að sýna öllum hvað hann er sniðugur og veit mikið. Hann hefur nánast ekki tíma til að taka viðtalið við manninn sem hann er með í heimsókn hjá sér.

Aldrei hef ég skilið þessa óstjórnandi þörf dagskrárgerðarfólks að klippa í sífellu af viðmælendum sýnum eða myndefni yfir á smettið á sjálfu sér! Hvaða máli skiptir að sjá heimskulegar andlitsgrettur fréttafólks, smeðjuleg bros eða tilgerðarlega takta? Það hreinlega lekur af sumum áhugaleysið á viðmælendum sínum.

Alveg eins og ég myndi ekki kaupa Harrý Potter til að lesa rausið í J.K. Rowling eða vera hress með að þurfa að þola regluleg innskot frá henni hvernig hún væri greidd eða sæti í skrifborðsstólum sínum einmitt þessa stundina. FUCK nei! Ég vill Harrý, galdra og dreka... ég vill söguna!

Svo ætti að banna fólki í sjónvarpinu að halda á pennum! Það er ekki eins og þið þurfið að skrifa eitthvað!! Að halda á penna er ávísun á að þú notir hann til að pota og benda ókurtleysislega á gestinn eða hreinlega missa sig í að lesa textann á pennanum þegar athyglisbresturinn gerir vart við sig (hint, hint Ásgrímur!)

Engin ummæli: