Sæl öll,
Mig langar að gera vinsamlega opna fyrirspurn varðandi stefnu Háskólans í Reykjavík varðandi uppljóstrun persónuupplýsinga um útskriftarnemendur sína?
Ástæðan er sú að síðan ég útskrifaðist frá skólanum þann 10. júní síðastliðinn þá hefur mér borist fjöldinn allur af auglýsingapósti frá bönkum, lífeyrissjóðum og lánafyrirtækjum ýmisskonar. Í öllum þessum pósti er nýútskrifuðum háskólanemum óskað til hamingju með "áfangann" og bent á ýmisskonar "fríðindi" og þjónustu sem þeim stendur til boða hjá viðkomandi fyrirtæki.
Ef slík er raunin að skólinn gefi fúslega upp persónuupplýsingar útskriftarnema til hvers sem þess óskar, þá langar mig með þessu bréfi að gera vinsamlega athugasemd við þá stefnu. Þó svo að auglýsingaherferðarpóstur sem þessi angri ekki alla, þá angrar mig mikið sú óforskammalega ágengni þeirra þjónustufyrirtækja sem senda slíkan póst.
Á sama hátt og skólinn býður nemendum sínum að firra sig ágangi tölvupóstssendinga innan skólans (með tilkomu afskráningar valmöguleika á innranetinu), þá finnst mér rétt að sú skráning sé einnig virt þegar kemur að uppljóstrun persónuupplýsinga nemenda til þriðja aðila. Sér í lagi þegar umbeðnar upplýsingar eru einungis ætlaðar til sendinga á auglýsingaáróðri í bréfpósti inn á heimili nemendanna.
Með kveðju
Sverrir Sigmundarson
Nýútskrifaður meistaranemi í tölvunarfræði
29. júní 2006
Opin fyrirspurn til Háskólans í Reykjavík
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli