18. júlí 2004


Rannveig bauð mér á hárið í gær. Ég veit ekki hvaða svartsýnis leiðinda pésar hafa verið að skrifa um þessa uppfærslu, því það eina sem ég hafði heyrt um það var að stykkið væri leiðinlegt og flatt. Djöfulsins kjaftæði! Þetta var þvílíkt góð sýning og ég skemmti mér konunglega, lögin voru mjög vel flutt og leikararnir voru góðir. Sannast bara enn og aftur að maður á að mynda sér sínar eigin skoðanir en ekki hlusta á einhverja leiklistar-dropouts sem eru bitrir fullir öfundsýki.

Fínasta skemmtun og ég mæli með því að sem flestir kíki á þessa sumaruppfærslu, hafið bara gaman og gott af því :). Reyndar fannst mér hálf bjánalegt hve mikið er gert úr þessu yfir-hæpaða "nektar" atriði í leikritinu. Þessi tepru skapur átti við fyrir 40 árum en eiginlega ekki lengur. Persónulega fannst mér þetta ekkert issue (orðinn nebblinlega svo þroskaður hehe), en það sem meira er þá var þetta atriði svo eðlilegt og afslappað að maður kippti sér ekki upp við það. Ég meinaða fólk hefur bara gott af heilbrigðu strippli þegar það er á hverjum degi umkringt í sjónvarpi og á alnetinu af einhverju afbrigðilegu og ógeðfeldu (t.a.m. bjánalega regngalla-klámið, djíses)

Engin ummæli: