13. júlí 2004

Íslendingar eru sinnulausir aumingjar!
Þann 1. júlí s.l. þá sameinuðust rúmlega hálf milljón íbúa Hong Kong í mótmælum (2). Þeir voru að mótmæla því að lýðræðislegar kosningar á löggjöfum og "Chief Executive" (eins konar forsetisráðherra) voru ógildar af kínversku stjórninni, sem hefur sífellt verið að herða takið á lýðræðinu í landinu eftir að Bretar létu af stjórn í Hong Kong. Kínverska stjórnin í Bejing úrskurðaði að "venjulegir" borgarar mega ekki kjósa næsta CE í kosningunum 2007 og að lýðræðissinnar væru landráðamenn.

Finnst þetta góð áminning um það að ennþá í dag eru fjöldinn allur af fólki í heiminum að berjast daglega fyrir lýðræðislegum rétti sínum til að mega kjósa sér leiðtoga og stjórn, meira að segja í hátækni og stóriðnaðar borgum heimsins.

Á meðan að Íslendingar skeyta ekki um þennan hornstein lýðræðisins og kjósa með hangandi hendi. Kjósa sömu vindlausu gjörspilltu pólitíkusana ár eftir ár, enginn tekur afstöðu, öllum er sama. Enda höfum við líka kallað það ástand sem er í stjórnkerfi landsins í dag yfir okkur sjálf, maðksmogið og úrkynjað! Þar sem að gjörspilltir stjórnmálamenn (og konur) landsins telja sig vera yfir lög og reglur landsins hafin. Hafi engar skyldur gagnvart kjósendum sínum, geti bara makað í skoltinn á sér og hulið sitt rotnandi hold með því að blása reyk í augu fólksins.

Væri ekki bara best að halda frekar kosningar um hvort við ætlum yfir höfuð að halda lýðræðinu á Íslandi? (þá geta auð og ógild, talið gegn því!)...

Verum stolt af lýðræðisbaráttu forvera okkar og sýnum þeim virðingu með því að taka skýra og vel upplýsta afstöðu í öllum kosningum!

Engin ummæli: