30. júlí 2004

Undanfarnar vikur hefur ný-mixað Maus lag verið að hringsóla í hausnum á mér. "Liquid Substance" sem er remix af "Replacing my bones" sem er einmitt á nýja disknum þeirra ("musick"). Þeir gáfu út myndbandið á netinu nýlega, frábært lag. Hérna er myndbandið, það er víst gert með svo kallaðri "stop-motion" aðferð sem er bara flott orð yfir "færa-smá-taka-mynd-færa-smá-taka-mynd...". Höfundur myndbandsins vann víst að þessu í bílskúrnum heima hjá sér (sem sést einmitt svo eftirminnilega síðast í myndbandinu, myndbandið samanstendur víst af rúmlega 5000 myndum sem hann tók. Usss... ALNETIÐ maður.. ALNETIÐ!

Maus á enn eftir að gefa út þetta lag á plötu og þar sem að mér finnst þetta lag svo mikil snilld þá yfirfærði ég hljóðið úr myndbandinu yfir í mp3 fæl. Vona bara að ég sé ekki að gera einhvern súran (sérstaklega ekki drengina í Maus)... en hver les þetta svo sem.. ;) Hérna er lagið í mp3 (uss.. ekki segja neinum)

Engin ummæli: