(Icelandic post)Í dag þá tókum við þátt í hópfagnaði sem haldin er einu sinni í mánuði þar sem alþjóðlegu nemendurnir skiptast á að halda. Tilgangurinn er að kynna menninguna okkar og landið fyrir hinum nemendunum í tölvunarfræðideildinni hérna úti með því að koma með mat, tónlist, drykki og sögur frá okkar heimalandi.
Að sjálfsögðu vorum við til í að taka þátt í því :D (en sökum fámennis þá héldum við daginn ásamt Rúmenska og Íranska fólkinu) Heppilegt var að við gátum platað Guðrúnu vinkonu Steinunnar til að koma með nokkrar nauðsynjar með sér frá heimalandinu (s.s. harðfisk, hangikjöt, ópal, mjólkurkex og sælgæti) Miklar umræður spunnust um hvað væri einkennandi "Íslenzkt" og var þetta niðurstaðan (urðum því miður að sleppa slátrinu og skyrinu þar sem slátrið hefði skemmst áður en það yrði borðað og skyrið yrði tekið í landhelgi í ameríkunni hehe). Einnig kom sér að góðum notum innihald pakkans góða frá Daddý frænku sem kom í síðustu viku :)
Við útbjuggum þetta svakalega fína slædssjóv af helstu staðreyndum um Ísland ásamt skemmtilegum náttúrulífsmyndum og einstaka eldgoss- og hveragos vídjó fylgdu í kjölfarið. Einnig fundum við þessar fínu 360gráða myndir sem sýndu downtown reykjavík og ýmsa fallega staði í höfuðborginni. Við komum því með vélina mína sem keyrði slædssjóvið í lúppu allan tímann og tölvuna hennar Steinunnar sem sá um að leyfa fólki að lítast um í sýndar-reykjavíkinni :) Allt ákaflega tæknilegt allt :D
En til að hefja þetta rétt, þá urðum við að sjálfsögðu að byrja á að mæta of seint, ég meina hvernig er hægt að halda eitthvað íslenskt og mæta ekki of seint þangað? Bara spyr. Við útbjuggum svo þessa fínu diska með íslensku hangikjöti, harðfisk, ópali, mjólkurkexinu. Höfðum þrista og lakkrís, íslensk páskaegg og rískúlur.. Allt ÁKAFLEGA þjóðlegt :D Þetta var svakalega skemmtilegt allt saman og mikið af fólki sem lét sjá sig og velti sér upp úr íslenskri menningu.
Án hjálpar Rönnslunnar minnar og Guðrúnar, Rannslan sem fór á stúfana og keypti allt þetta ásamt fánum og póstkortum og sendi með Guðrúnu, þá hefði þetta ekki getað heppnast eins einstaklega vel og það gerði :) Takk elskurnar
Kíkiði á myndirnar hérna(eru reyndar soldið fáar en við vorum svo bissí að tala)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli