12. apríl 2005

ITBF innskot

Ég er orðinn leiður á blogfærslum sem snúast um "atburði" í lífi mínu. Hef ákveðið að hætta að blaðra um slíka "atburði"... enda á maður ekkert að vera að tuða um eitthvað sem hefur þegar gerst. Þeir sem voru þar, þeir vita þetta hvort sem er allt.. og fyrir þeim sem voru ekki þar þá er maður bara að monta sig (eða gera sig að fífli) og enginn vill það..

Hef því ákveðið að frá og með deginum í dag þá verði upprisa innihaldslausu bloggfærslunnar, færslan sem fólk las og eftir á vissi ekki hvað það hafði verið að lesa, hvar það var né hvert það var að fara áður en það byrjaði að lesa..

FÆRSLAN TILGANGSLAUSA...

Annars er ágætt að slík ITBL (Innilega Tilgangslaus Blogg Færsla) hafi eitthvað smá persónal tötsj eins og t.d. fullkomlega staðhæfulausar yfirlýsingar (aka "Sjáið hvað ég er sniðugur að hafa skoðanir") eða einhverskonar persónulegar húmors yfirlýsingar (aka "Ég er fyndinn bjóðið mér í partí"). Best að vera ekkert að slóra neitt: "Davíð Oddson er asni" og "Ég elska reyklitaða spegla, soldið svona eins og instant 3ja vikna sólarlandaferð"

Ekki má svo gleyma að með hverri slíkri færslu verður að fylgja einhver gjörsamlega handahófskennd (aka. Random) mynd sem tengist textanum nánast ekkert og skilur lesendur eftir í enn meiri ringulreið heldur en áður...



Einnig eru slíkar myndir oft notaðar til að vísa í einhverja mjög óljósa atburði sem höfundur telur tengjast færslunni á einhvern rosalangsóttan hátt (en oftast notað af höfundi til að sýna hvað hann/hún er svaka sniðugur og veit obboslega mikið)

Þessa færslu vill ég tileinka öllum net-njósnurum, já þið vitið hverjir þið eruð! Fólkið sem vafrar um vefi alnetsins án þess að skilja eftir comment. Frá og með deginum í dag hef ég ákveðið að taka slíkt hátterni afskaplega persónulega og tryllast úr bræði (jafnvel gráta pínu) í hvert skipti sem visitor count og fjöldi commenta er ekki það sama.

Engin ummæli: