Kom á kampusin í dag til að fara á fyrirlestur hjá Sebastian Thurn sem er einn af umsjónarmönnum róbótateymis frá Stanford. Fyrirlesturinn var titlaður "175 miles through the desert" og var um bifreiða-róbótan sem þeir smíðuðu og eru að smíða fyrir DARPA róbótakeppnina. Hann vakti aftur hjá mér áhuga á tölvunarfræðinni því það sem þeir gerðu með Volkswagen-SUV var bara alltof allt of töff (segi bara freaking-lasers on it's head!) Brjálað stöff og góður fyrirlestur (ekki slæmur endir á síðustu lecture vikunni).
Talandi um endann á skólanum, það er HUGE partí á miðju skólasvæðinu í dag (the quad), bjór, sól og dúndrandi euro techno.. getur þetta orðið betra.. :D held ekki !!! Uss afhverju kom ég ekki hingað út þegar ÉG var 18 ára :) (ekki það að ég setji aldurinn fyrir mig því ég ætla þarna í kvöld hehe..)
... best að klára að skrifa svörin við síðasta assignmentinu í þennan tex fæl, kompæla honum og skila inn.. við fáum okkur bjór í kvöld :D :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli