7. apríl 2005

Vídjóspólan sem varð að tónleikum

Ætlaði að leigja spólu í kvöld en endaði óvart á tónleikum. Kanadísk/Amerísk hljómsveit sem heitir Stars spilaði hérna á kampusinum, þrusu fínt band. Gæti verið að þessi hljómsveit hafi ratað inn á iTunes listann minn. Plötusnúðurinn var nú reyndar ekki að gera neina góða hluti milli hljómsveita, spilaði bara einhverja tónlist frá 1950 (svona eins og maður sér í þessum eldgjömlu myndum þar sem pörin dönsuðu með blöðru á milli sín til að snertast alveg örugglega ekki..

En já það þurfti víst DJ þar sem það voru nebblinlega tvær upphitunar hljómsveitir, reyndar er spurning hvort að fyrsti gaurinn gæti í raun talist til tónlistarmanna þar sem hann minnti óneitanlega mikið á Ross í friends með hljómborðið sitt (var meira að segja með svona þyrluhljóð og fyrst hélt ég að hann væri að grínast og fannst hann voða voða fyndinn en svo sá ég innlifunina og náttúrúlega í x5 skiptið var þetta bara orðið obboslega sorglegt)

Annars bara þunnur bjór, hot mamas og sú skyndilega uppljóstrun að þú ert "næst" elsti gaurinn á svæðinu..


.. grét pínu á leiðinni heim

Engin ummæli: