6. september 2006

Eldsnögg leið til að kjósa uppáhalds Magnann sinn

Þeim sem langar til að raða inn sem flestum atkvæðum fyrir hann Magna okkar í Rockstar hafa mögulega áhuga á þessari einföldu flýtileið við kosninguna:

1. Eftir að litli kosningaglugginn birtist þegar smellt hefur verið á myndina af Magna á kosningasíðunni (sjá mynd 1), þá hefst ballið. Lykilatriðið hér er að þú þarft ekki að loka þessum glugga aftur á meðan á kosningunni stendur.

2. Sláið inn staðfestingarkóðann sem beðið er um (allt í hástöfum). ÁÐUR en þið smellið á continue hnappinn, veljiði þá textann sem þið voruð að slá inn (með því að tvísmella á hann með músinni eða á þann hátt sem ykkur finnst þægilegt). Eftir að textinn hefur verið valinn (líkt og á mynd 1), styðjið á flýtilyklana fyrir "Copy" (á windows heldur maður inni 'ctrl' takkanum og styður á 'c').


Mynd 1: Staðfestinartexti hefur verið valin.


3. Nú er hægt að styðja á 'Continue' hnappinn (eða ýta á 'Return' hnappinn á lyklaborðinu, merktur með græna hringnum á Mynd 3). Þegar það er gert þá birtist staðfestingarsíðan um að atkvæðið hafi verið móttekið (sjá Mynd 2). EKKI LOKA GLUGGANUM ÞEGAR SÚ SÍÐA BIRTIST!


Mynd 2: Atkvæðið hefur verið móttekið.


4. Nú skaltu styðja á 'Backspace' takkann á lyklaborðinu (merktur með rauða hringnum á Mynd 3, einnig þekktur sem stroka-út-takkinn). Þessi takki er flýtileið og virkar líkt og 'Back' í vafranum.


Mynd 3: Takkinn merktur með rauðu = Til að fara til baka eftir að atkvæði hefur verið greitt, Grænu = Til að greiða atkvæði eftir að kóði hefur verið sleginn inn.


5. Nú ætti að birtast aftur staðfestingakóðamyndin. Nú er einfaldlega hægt að styðja á líma flýtileiðina ('Ctrl' og 'v'), við það límist inn staðfestingakóðinn sem þið slóguð inn síðast. Nú er hægt strax aftur að styðja á 'Continue' hnappinn (eða 'Return' takkann) til að senda inn nýtt atkvæði!

Voila!
Gera þetta mörgum sinnum í röð og þá fær Magni helling af atkvæðum, vinnur keppnina og fær 1.5 milljón frá SPRON! Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!!!

2. september 2006

Efni síðustu mánuði

Jæja.. ekki mikið að gerast á þessari síðu :)

Highlights síðustu mánuðina:

  • Útskrifaðist með M.Sc. gráðuna loksins.
  • Fór á gervigreindarráðstefnu í Boston (AAAI'06) í júlí og kynnti þar rannsóknarvinnu mína og Yngva. Fyrsta skipti sem ég kem til USA, Boston er mögnuð borg :)
  • Labbaði laugaveginn í sumar ásamt góðu fólki (fimm stjörnur) fengum frábært veður og ótrúlegt útsýni.
  • Var boðin áframhaldandi rannsóknarstaða við Háskólann næsta árið. Staða sem ég ákvað að taka.
  • Hef verið að brölta við að koma mér fyrir í nýju rannsóknarsetri háskólans í gamla Moggahúsinu í Kringlunni.
  • ... og svo að sjálfsögðu, grill, bjór, wow, og önnur slík skemmtilegheit :)


Og núna... uppfæra þetta vesældarblogg þannig að hægt sé að nota þetta eitthvað :D

20. ágúst 2006

Læknar vita ekki rassgat

Ég hef sjaldan á ævinni verið jafn sleginn og reiður eins og núna fyrir 15 mínútum síðan þegar ég fór á læknavaktina í smáranum. Þvílík og eins þjónusta!

Ekki nóg með það að afgreiðslu-"daman" var með eindæmum dónaleg. Hún hefur sennilega annað hvort verið hnefaleikakeppandi á sínum yngri orðum því hún slefaði svoleiðis út úr sér orðunum eins og hún væri með áfasta tannvörn. En hiklaust hefur hún verið í handbolta því ekki kunni hún að rétta nokkurn skapaðan hlut, fleygði í mig kreditkortinu og svo kvittununni á eftir. Aldrei hef ég þolað fólk sem í stað þess að rétta manni hlutina þegar maður réttir á móti þeim hendina, finnur sig knúið til að fleygja öllu fyrir framan mann. Ég ætti kannski að vera feginn að hún fleygði þessu ekki bara á gólfið!

Og svo var það "læknirinn", meira skrípið. Ekki nóg með að hann starði á mig eins og naut á nývirki um leið og ég gekk inn til hans heldur var ég varla búinn að ljúka því að segja honum afhverju ég væri kominn þarna fyrr en hann fórnaði höndum og sagðist ekkert geta gert, ég yrði að fara til annars læknis.

ANNARS LÆKNIS! Hverskonar eiginlega hálfvita skapur er í gangi þarna í læknadeildinni í háskólanum? Hvað eru menn að mennta sig í öll þessi ár? Aldrei vitað annað eins að sitja fyrir framan mann sem er íklæddur krumpaðasta leðurlíkisvesti hérna megin alpafjallanna, mann sem kynnir sig sem læknamenntaðan, og hann gerir einhverjar máttlausustu tilraunir til sjúkdómsgreiningar og ó-ar svo upp við sig að hann geti ekkert gert og að það verið að leita annars læknis.

ÉG: "Hvers lags lækni á ég þá að finna?"
LEÐURLÍKIÐ: (voða hissa) "Nú háls/nef og eyrnalækni að sjálfsögðu!"
*ÞÖGN*

ÉG: "Og hvar er slíka lækna að finna? Á ég að leita uppi einhvern sérstakan?" (orðinn full pirraður)
LEÐURLÍKIÐ: "Hva, Glæsibæ. Þeir ERU þar!" (er sannfærður um að ég sé andlega þroskaheftur frekar en eitthvað annað, allir vita þetta!)
ÉG: "Já-há! það er ekkert annað... og hvað segi ég þeim lækni?"
LEÐURLÍKIÐ: "Hann rannsakar þig bara, Gísli er fínn, hittu hann!"
*Enn lengri þögn*

ÉG: "ÞÚ getur semsagt ekkert gert fyrir mig? Eða sagt mér hvað mögulega gæti verið að mér?"
LEÐURLÍKIÐ: "Nei, þú verður bara að fara eitthvað annað!"
Þá þakkaði ég bara pent fyrir mig, krumpaði saman 1.750 kr. reikninginn sem mér var afhentur og kom mér út.


Ég hafði lítið álit á læknum og lækna-"vísindum" fyrir en núna er ég sannfærður um að þetta "kukl" sem þessir læknar stunda er frekar byggt á einskærri tölfræðilegri heppni frekar en nokkurri þekkingu né vísindalegum grunni. Keyra bara á líkurnar, gefa bara öllum einhverjar pillur og hina "líklegustu" sjúkdómsgreiningu og bara sjá til hvort að þetta hreinlega reddist bara.

Kjaftæði!

14. ágúst 2006

Lame lame lame

Ég er með glataða heimasíðu.. orðinn þreyttur á henni.. er að uppfæra.. !

Hver nennir að skrifa á lame-síðu..

29. júní 2006

Opin fyrirspurn til Háskólans í Reykjavík

Sæl öll,

Mig langar að gera vinsamlega opna fyrirspurn varðandi stefnu Háskólans í Reykjavík varðandi uppljóstrun persónuupplýsinga um útskriftarnemendur sína?

Ástæðan er sú að síðan ég útskrifaðist frá skólanum þann 10. júní síðastliðinn þá hefur mér borist fjöldinn allur af auglýsingapósti frá bönkum, lífeyrissjóðum og lánafyrirtækjum ýmisskonar. Í öllum þessum pósti er nýútskrifuðum háskólanemum óskað til hamingju með "áfangann" og bent á ýmisskonar "fríðindi" og þjónustu sem þeim stendur til boða hjá viðkomandi fyrirtæki.

Ef slík er raunin að skólinn gefi fúslega upp persónuupplýsingar útskriftarnema til hvers sem þess óskar, þá langar mig með þessu bréfi að gera vinsamlega athugasemd við þá stefnu. Þó svo að auglýsingaherferðarpóstur sem þessi angri ekki alla, þá angrar mig mikið sú óforskammalega ágengni þeirra þjónustufyrirtækja sem senda slíkan póst.

Á sama hátt og skólinn býður nemendum sínum að firra sig ágangi tölvupóstssendinga innan skólans (með tilkomu afskráningar valmöguleika á innranetinu), þá finnst mér rétt að sú skráning sé einnig virt þegar kemur að uppljóstrun persónuupplýsinga nemenda til þriðja aðila. Sér í lagi þegar umbeðnar upplýsingar eru einungis ætlaðar til sendinga á auglýsingaáróðri í bréfpósti inn á heimili nemendanna.


Með kveðju
Sverrir Sigmundarson
Nýútskrifaður meistaranemi í tölvunarfræði

19. júní 2006

Ég, ásamt 2064 öðrum, myndi helst vilja...


decide what the hell I would like to do
with the rest of my life

[link]




Fyndin síða: http://www.43things.com/

13. júní 2006

Dagskrargerðarpakk

Er að horfa á þáttinn "Taka tvö" á RÚV. Úff hvað Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er upptekinn af að sýna öllum hvað hann er sniðugur og veit mikið. Hann hefur nánast ekki tíma til að taka viðtalið við manninn sem hann er með í heimsókn hjá sér.

Aldrei hef ég skilið þessa óstjórnandi þörf dagskrárgerðarfólks að klippa í sífellu af viðmælendum sýnum eða myndefni yfir á smettið á sjálfu sér! Hvaða máli skiptir að sjá heimskulegar andlitsgrettur fréttafólks, smeðjuleg bros eða tilgerðarlega takta? Það hreinlega lekur af sumum áhugaleysið á viðmælendum sínum.

Alveg eins og ég myndi ekki kaupa Harrý Potter til að lesa rausið í J.K. Rowling eða vera hress með að þurfa að þola regluleg innskot frá henni hvernig hún væri greidd eða sæti í skrifborðsstólum sínum einmitt þessa stundina. FUCK nei! Ég vill Harrý, galdra og dreka... ég vill söguna!

Svo ætti að banna fólki í sjónvarpinu að halda á pennum! Það er ekki eins og þið þurfið að skrifa eitthvað!! Að halda á penna er ávísun á að þú notir hann til að pota og benda ókurtleysislega á gestinn eða hreinlega missa sig í að lesa textann á pennanum þegar athyglisbresturinn gerir vart við sig (hint, hint Ásgrímur!)

12. júní 2006

Not all that practical?

This paper is concerned with the problem of constructing a computing routine or "program" for a modern general purpose computer which will enable it to play chess. Although perhaps of no practical importance, the question is of theoretical interest, and it is hoped that a satisfactory solution of this problem will act as a wedge in attacking other problems of a similar nature and of greater significance.

-CLAUDE E. SHANNON (In March, 1950)
From his seminal AI paper titled "Programming a Computer for Playing Chess" [read]

8. júní 2006

My favorite reviewer comment

Your job, as a scientist, is to discover facts and regularities. Let the reader judge what is significant for their application and what is not.

7. júní 2006

Í dag

Markar daginn er tölvunarfræðin missti einn af sínum merkustu mönnum. Heimurinn í dag hefði aldrei orðið eins og hann er ef Alan Turing hefði ekki markað sín spor. Og að sjálfsögðu eins og öllum brautryðjendum, þá sætti hann ofsóknum og misþyrmingum af hendi samborgara sinna, jafnvel þó svo að hann ásamt öðrum ætti stóran þátt í að bandamenn ynnu seinni heimstyrjöldina.



"We can only see a short distance ahead,
but we can see plenty there that needs to be done."


23. júní 1912 - 7. júní 1954

[link]

6. júní 2006

The Day of Days...

Vörn kl: 11:00 í stofu 201 í dag
Úfff púff... *go team!*

1. júní 2006

gaman...

Að hjóla í polla er alltaf gaman!



...jafnvel þó þú sért orðinn 28 ára!

24. maí 2006

...eins og Páll Óskar um árið

Hvernig getur maður annað en elskað þessa manneskju? Silvía Nótt.. þú ert snillingur...:D

Undanúrslitin í Aþenu:

Icelandic fictional character Silvia Night (a.k.a. Silvía Nótt) performs "Congratulations" at the Eurovision Semi-Finals in Greece 2006. As predicted, the audience did not realize this was a joke so Silvia was met with an unprecedented unanimous booing, before and after the performance. Her repeatedly telling the tech crew to "fuck themselves" at rehearsals didn't help either, producing an enormous amount of negative publicity for her in Greece especially. It is being rumoured that the sound crew deliberately misadjusted her mic levels in retaliation for her hurtful comments.


Sigmar snillingur með smá pistil um Silvíu og dvöl hennar í Aþenu, elska hvernig hún lætur ekki tæknimennina vaða yfir sig.. fuck no!


Smá framhald af herbergja brandaranum 5:30 mínútur inn í myndbandið:


Silvía Nótt tekur á ósigrinum af sínum eigin íþróttamannslega tígurleik:


Belgarnir elska Silvíu:


Silvía að gera það gott í Japan... þvílík snilld :D


Silvía er í raun með sjónvarpsþátt í Japan...


Silvía stelur senunni frá Treble (hollenska bandinu)..


Og að sjálfsögðu hið frábærlega "over-the-top" myndband


Eins og ég segi... ekkert annað en hrein silld þessi stelpa.. :D

10. maí 2006

How humans avoid deep lookahead search..

I just came across this sentence in a short essay written by Vadim Bulitko:

[...]stereo-types are pieces of precompiled knowledge that
humans use for fast reasoning in order to avoid a deeper (and thus slower) inference. [link]

Namely, the heuristic functions of humans include a bunch of precompiled information, e.g. newspapers, hear-say's, tv, radio etc...

Deep lookahead search, while resulting in a shorter execution time, requires more time during planning. It's a trade-off; how much do you want to know from your own research and how much are you willing to assume is true from a potentially unreliable source?

Some days I just LOVE computer science ... :D

5. maí 2006

Hvar finnur maður svo vinnu?


Starfsfólk eru "auðlind" sem á að "nýta" á sem "hagkvæmastann" hátt mögulegan.


Eiga atvinnurekendur virkilega að hafa áhuga á að halda starfsfólki sínu "ánægðu" í vinnunni? Er starfsamningur ekki bara samningur milli tveggja aðila sem gagnast þeim báðum? Þegar svo annar hvor aðilinn er hættur að njóta góðs, leitar hann þá ekki bara eitthvað annað?

Eins og atvinnurekendur ætlast til "hollustu" af starfsfólki sínu, eiga starfsmenn ekki að vænta sömu "hollustu" frá atvinnurekendum?

Einhverjar skoðanir á þessu?

2. maí 2006

Hvað ég óttast mest....

Rauð pennastrik á hvítum pappír... meika'ða ekki!

25. apríl 2006

Tvær vikur til stefnu...

ehhh.... svarið er... π/2




*snökt* π/2 !!!

17. apríl 2006

Við eigum afmæli í dag...

... við eigum afmæli bæði... við eigum afmæli í dag... Fimm ár (0101) eru fljót að líða með konunni sem maður elskar... keep on truck'n!

14. apríl 2006

Með lausa skrúfu

Obbosí.. eitthvað datt úr Rönnsunni áðan.. :/