4. júlí 2005

Viðburðarrík helgi

Okkur Rönnslunni var boðið í þetta líka frábæra afmæli hjá Kára skólafélaga mínum á föstudaginn, og ekki sakaði að hafa slíkt með suður-amerísku ívafi. Smakkaði þar einn súrasta drykk *bókstaflega* í heimi.. eintómar lime og svo suðuramerískt áfengi sem minnti helst á tequila (Hiklaust lægsta ph-gildi sem ég hef innbyrgt í langan tíma.. án þess að telja með ananas-daginn hrikalega). En mér finnst alltaf eitthvað svo magnað við áfengi sem keypt er í annari heimsálfu.. just love it.. er einhvernvegin mun fljótara að klárast en ÁTVR sullið ;). Komst að því í leiðinni að það er þvílíkur plús að vera fæddur að sumri því ekki þarf maður þá að hafa áhyggjur yfir að fá einhverjar djöfulsins lopapeysur í afmælisgjöf.. ákvað því að halda upp á það með því að færa Kára afmælispakka með sumarþemanu "drullaðu-þér-út-að-leika-maður!" Jójó-bjór-supersoaker-kindadolla.. gerist ekki betra :D

Þrátt fyrir gott föstudagskvöld þá var laugardagurinn hiklaust hápunktur helgarinnar þegar góðvinur minn hann Atli og Bryndís gengu í hjónaband. Frábært brúðkaup í alla staði og gaman að sjá vini manns "verða gamla" hehe..(úff pressa) Þau giftu sig í Dómkirkjunni í Reykjavík og var athöfnin mjög skemmtileg undir stjórn biskupsins sjálfs og ekki vantaði góða tónlist í athöfnina. Fimm rokkprik fá þau fyrir frábæran útgöngumars (er ekki líka orðið hálf-ömmulegt að vera alltaf með þetta hefðbundna?). Veislan var svo haldin í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi (hvar annarsstaðar!? *bros*) og var það ein besta skemmtun sem ég hef átt í langan-langan tíma, endalaus skemmtiatriði hjá gestum og ættingjum. Magnaður dagur og gaman að geta fagnað honum með vinum (gömlum og nýjum). Til hamingju með daginn elskurnar mínar :*

Engin ummæli: