Uss síðan að við kláruðum skólann hefur lítið verið að gerast hjá okkur. Aðallega bara að hanga, fara út að borða á ýmsum kaffihúsum og drekka allskonar áfenga drykki.. (namm...)
Héldum þrusupartí á föstudaginn fyrir vini okkar úr tölvunarfræðideildinni. Buðum miklu fleiri en rúmast í íbúðinni okkar en sem betur fer mættu ekki allir sem við buðum en við vorum samt með fullt út úr húsi! Við höfðum farið á miðvikudeginum í mollið þar sem að Steinunn hafði spottað út einhverja þrusu partí-búð. Fórum að sjálfsögðu í hana og misstum okkur gjörsamlega, ákváðum að hafa tropical þema og keyptum helling af blómsveigum, cocktail-umbrellas og ýmsum frumskógar skrauti.. (þar á meðal frábært strápils). Öllum gestum var svo úthlutað blómsveig við komu og fengu blómaskreytt-frumskógar rör í drykki.
Héldum helvíti skemmtilegan leik í þessu partíi, sem spannst upp úr umræðu um vond-leika rauðvíns sem einhver kom með og lét alla smakka. Þannig að vandamálið var að velja besta rauð eða hvítvín sem hægt var en fyrir sem minnstan pening. Haldnar voru aðgreindar keppnir fyrir hvorn hópinn (rautt/hvítt) og fólk kom með flösku í annan hvorn eða báða hópana. Útbjuggum þetta fína keppnisblað og höfðum svaka þjóðlega vinninga (skotglös merkt með íslenska fánanum.. gerist ekki þjóðlegra).
Þessi "smakk" keppni var óheyrilega skemmtileg. Það voru 10 rauðvínsflöskur og 8 hvítvín sem kepptu. Uss við vorum nú reyndar ekki hinir reyndustu smakkarar þar sem flestir helltu bara í sig úr þeim glösum sem þeir fannst góð *hic* hehe.. Enda snarbötnuðu einkunirnar eftir sem áleið á kvöldið. :D Gerðum meira að segja tilraun með hvítvínið þar sem tveir komu með sömu tegundina að hafa aðra flöskuna fyrst og sá seinni síðast. Það fyndna var að seinni flaskan fékk yfirburða betri dóma heldur en sú fyrri :D óborganlegt hehe..
En svo var bara spjallað, dansað og drukkið fram á nótt, enduðum með að drusla síðasta fólkinu út úr húsi um 5 leytið..
Setningar kvöldsins voru:
"Shut up and pour" (seinna bættist við 'Bitch' fyrir aftan þetta.. :D, allir héldu stutta ræðu um sitt vín og afhverju það væri svona úber gott, úr því spratt þessi setning).
"Hmmm.. ehh.. what the hell [pour me some]" Þessa setningu átti Jónas eftir að honum var boðið nýtt vínglas eftir að hann hafði vantað í nokkra umganga eftir rómantískt stefnumót við tónlistarnágrannann okkar sem bauð sér sjálfur í partíið (magnaður gaur)
Meikuðum lítið annað á laugardeginum en að þrífa íbúðina (ryksuga saltið af gólfinu.. virkar svakavel á rauðvínsbletti.. hehe) annars bara klassískur ofur-þynnkudagur.
Fórum hinsvegar á Hitchickers guide myndina á sunnudeginum, sem mér fannst bara nokkuð góð þrátt fyrir misgóðan leik aðalleikaranna.. skítt með það .. hún var fyndin.. :D Röltum svo heim eftir myndina úr miðbænum (fórum á matinee sýningu) enda er komið þetta bara ágætis veður hérna hjá okkur aftur og allt farið að grænka..