Hérna er kort af leiðinni sem við fórum. Við byrjuðum ferðina heima hjá okkur (A) og bleika línan sýnir ferðina í áttina að Fort Edmonton en sú bláa sýnir leiðina sem við fórum til baka. Allt í allt var þetta nálægt 15km ferðalag og tók okkur um 5 tíma (að sjálfsögðu með góðum stoppum á leiðinni.. því ég meina tilhvers að drífa sig)
Já við fórum þennan líka góða hring hérna um nánasta umhverfið í "The River Valley". Svakalega fallegt hérna umhverfis ánna (sem rennur í gegnum miðjan bæinn). Fórum einhverjar fjallabaksleiðir reyndar og í gegnum eitt hundaklósett á leiðinni (hellingur af hundum á klósettinu þar), en enduðum í Fort Edmonton Park (C). Hann var að SJÁLFSÖGÐU lokaður en það kom ekki að sök þar sem að bílastæðið reyndist vera alveg fáránlega skemmtilegur staður :D. Sátum þarna hæst ánægð að horfa á froska, jarðíkorna (og venjulega íkorna) finkur og allskonar pöddur og annað góðgæti.. Mér fannst þetta alveg hreint magnað því ég hafði aldrei séð froska áður (nema náttúrulega hjá félaga mínum honum David.. en veit ekki hvort það telst með).
Hjóluðum líka framhjá einskonar húsdýragarðinum hérna í dalnum nefndum hinu frumlega nafni "Valley Zoo" (B) magnað.. ákváðum samt að taka annan hjólatúr og skoða hann þá. Hva? bara á morgun kannski ;)
Jónas kom með þá fínu uppástungu að velja aðra leið heim og við ákváðum því að halda okkur hinum megin við ánna á leiðinni heim. Þetta reyndist vera hin besta hugmynd hjá kallinum því leiðin heim var bara asskoti skemmtileg. Eftir að hafa böðlast meðfram ánni í smá tíma þá komum við aftur á malbikið og í "menninguna" og ákváðum þá að stoppa stutt á þessu líka fína kaffihúsi á leiðinni (D). Sé ekki eftir því :) fínt ís-kaffi þar á ferð..
Svo var þetta nú mest niðurímóti það sem eftir var ferðarinnar, skjótandi okkur á milli íturvaxinna kvenna að skokka og exebstíonista með hringi í öllum geirvörtum sem þeir fundu á sjálfum sér...
Eftir að hafa loksins slefast heim (orðin soldið þreytt.. erum nefninlega ekki í neinu body-balance-combat-formi hérna.. hehe) þá ákváðum við að skella okkur bara á Earls hérna á horninu heima og fá okkur eitthvað gott í gogginn (jónas hefur þráð það í allan vetur að sitja úti þar og þamba mjöð..). Fengum góðan mat og smökkuðum alla kokteilana á staðnum (nema einn.. best að geyma einn alltaf) áður en við drifum okkur heim í háttinn því allir voru lúnir eftir daginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli