En já skelltum okkur svo á Whyte ave. til að spóka okkur í sólinni og hitanum (já það er sem betur fer að fara hitnandi hérna hjá okkur eftir frostið í síðustu viku.. þvílíkt hneyksli það var..!). Við Steinunn gátum að sjálfsögðu ekki stöðvað Jónas í búðunum... en drengurinn hefur óhugnanlega hæfileika á að þefa uppi röndótt föt.. s.s. ef þið lendið í snjóflóði nálægt Dalvík þá er best að vera klæddur í röndótta peysu.. við munum þá senda Jónas af stað.. :D :D
Eftir að hafa stoppað á O'Byrnes og fengið okkur einn bjór þá skelltum við okkur í bíó í Princess Theater (eitt af þessu óhefðbundnu-evrópsku bíóum hérna) og sáum þar Downfall. En hún er sagan af síðustu dögum Hitlers og þriðja ríkisins. Mjög góð mynd sem ég hvet alla til að kíkja á við tækifæri. Skelltum okkur svo bara á vídjóleiguna fyrir Steinunni (svona til að grípa einn Felicity eða Fella eins og ég vill kalla það) sem er ágætis merki um það hve lítið við höfum að gera þessa dagana :D..
life is sweet..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli