Fórum í bbq til Chris og Cameron (félaga okkar úr skandínavaklúbbinum), vorum þar í góðu yfirlæti ásamt Hallveigu, Per og Rikard (svíþjóð) og Serge (úkraínu). Hengum á dekkinu (lærðum muninn á paddeo, porch, deck og balcony.. hehe). Úðuðum í okkur Kanadísku krojtsvelt nautakjöti og hámuðum ís. Enduðum svo með að skella okkur niður í miðbæ og vorum dreginn inn á Goth-klúbb þar sem ég bjóst helst við að verða dreginn út aftur og sleginn niður.. (endaði víst samt þannig að fílefldur-górillu útkastari sakaði mig um að vera að slást.. djíses.. sér hann ekki að ég er náfölur-tölvunördaspýtukall.. hvern ætti ég að lemja.. dverga?!)
Þetta kvöld var alveg frábært.. sjaldan skemmt mér eins vel :) Ætlum að leigja okkur bílaleigubíl á morgun og fara í tveggjadaga road-trip til Calgary-Banff-Jasper.. með athyglisverðu stoppi í risaeðlusteingervingasafni á leiðinni.. YESS!
Skrifa meira um það seinna.. allir í háttinn þarf að vakna snemma.. :D
p.s. Innan við vika eftir að Kanadadvölinni minni :( en þetta verða magnaðir dagar! :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli