Eftir langt og strangt uppvöskunar session í gær, þá settist ég niður og kláraði að horfa á japönsku teiknimyndina "Spirited Away" eða "Sen to Chihiro no kamikakushi" á japönsku (sem er nafn aðalpersónunnar í myndinni). Þessi mynd fer beint á lista yfir bestu myndir sem ég hef séð.
Í stuttu máli þá fjallar hún um litla stelpu sem er að flytja með foreldrum sínum í nýtt hús. Á leiðinni þá villast þau og rekast á yfirgefin skemmtigarð. Þau ákveða að skoða sig um óaðvitandi þá villast þau inn í annan heim. Myndin snýst í kringum litlu stelpuna og því hvernig hún tekst á við þennan furðulega heim. Þetta er klassískt efni þar sem aðalpersónan verður að taka ákvörðun um að annað hvort hrökkva eða stökkva. Þessi mynd heldur manni hugföngnum í rúmlega 2 tíma og grínlaust þá langaði mig helst að setja á repeat í endann.
Mæli hiklaust með henni, gleymiði þeim teiknimyndafordómum sem þið kunnið að hafa og skelliði þessari í tækið.
[trailer] :: [síða myndarinnar] :: [önnur síða] :: [kaupa á dvd]
Engin ummæli:
Skrifa ummæli