Úr morgunblaðinu í morgun...
Mikil veiði á fjöllum
Gríðarleg veiði hefur verið í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og einnig prýðisveiði í vötnum sunnan Tungnaár, en þau eru þó mun minna stunduð....Sunnan Tungnaár voru skráðir 603 fiskar eftir fjórar vikur, mest 349 í Frostastaðavatni. Löðmundarvatn hafði gefið 104 silunga. Stærsti fiskurinn var 5 punda úr Dómadalsvatni.
Djöfulsins! Týpískt, ég sat í tæpa 6 klukkutíma niðrí í gígnum við dómadalsvatn fyrir tæpum mánuði og varð ekki svo mikið sem var við hornsíli. Reyndar þá veiddum við grimmt í Frostastaðavatni. Fínnt veiðitúr og svo kostar veiðileyfið ekki neitt (1000 kall á stöng).
Óumdeilanlega átti ég samt stærsta fisk ferðarinnar, missti einn vænan eftir langa baráttu (línan gaf sig). Ég rétt náði að grípa myndavélina og smella þessari mynd af honum að stinga sér í djúpið aftur... "I'll be back"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli