Úr morgunblaðinu í morgun:
Gúmmíöndin komin til Íslands
Magnús Örn Sigurjónsson, 8 ára, fann gúmmíönd sjórekna í fjörunni suður af Pétursey í Mýrdal í byrjun maí. Þetta mun vera, eftir því sem best er vitað, fyrsta öndin af þessu tagi sem rak á fjörur Íslands, en hún hafði ásamt 29 þúsund öðrum öndum flotið úr gámi í Kyrrahafi fyrir ellefu árum.
Endurnar ásamt öðrum baðdýrum (skjaldbökum, froskum og bjórum) féllu útbyrðis í stormi af flutningaskipi á leið frá Kína til Seattle í USA árið 1992. Síðan þá hafa þær ferðast hálfa leið í kringum hnöttinn. Þær hengu í N-Kyrrahafi í næstum 3 ár og fóru þar fram og til baka á milli Japan og N-Ameríku.
Þær hafa síðan ferðast í kringum Bandaríkin og yfir N-pólinn (sátu að vísu fastar í nokkur ár vegna hafíss). Greinilegt að ósætti hefur komið upp í hópnum þar sem hann skiptist í tvo hluta og stefnir stærsti hópurinn til Evrópu en restinn fór beint í sólina á Hawaii.
Curtis Ebbesmeyer, f.v. haffræðingur hefur fylgst með öndunum undanfarin 11 ár og segir þær hafi kennt þeim mikið um hafstrauma. Ebbensmeyer fylgdist einnig nýlega með 34.000 týndum íshokkíhönskum á hafi úti... :) hehehe...snillingur.
[meira á bbc] [meira á cnn] [enn meira]
Uss.. ekki er nóg með að baðdýrin gangi laus heldur eru vélmenninn einnig í uppreisn. Risastór róbóti slapp frá vísindamönnum í Englandi, fundarlaunum heitið. [meira]
Engin ummæli:
Skrifa ummæli