28. júlí 2003

Guð minn almáttugur, það sem fólk setur á internetið!

Bálfararbeiðni, já loksins, loksins getur þú fyllt út beiðni um að líkið þitt verði brennt eftir að þú deyrð... og allt á netinu! Guð minn almáttugur, það sem þeim dettur í hug. En hvernig er þetta? á maður að fylla þetta út fyrir eða eftir að maður deyr? Er maður með ADSL á himnum? [pantaðu þína líkbrennslu]

Eftir þetta verður erfitt að segja að kirkjugarðarnir séu gamaldags og fastir í fortíðinni. Þeir eru meira að segja með póstlista! Ætli ég geti sent henni ömmu minni heitinni tölvupóst í gegnum þá? Þvílík þjónusta :)

Engin ummæli: