30. júlí 2003

Er lífið ekki furðulegt?
Engin hola hjá þessum :)Ég hringdi í tannlækninn minn í morgun vegna þess að ég hef verið með einhverja leiðinda pínu undanfarna daga. Mér til mikillar furðu fékk ég tíma strax í morgun og ég þáði það. Þegar ég svo kom til hans þá komst ég að því að hann er að hætta með stofuna og í dag væri síðasti dagurinn hans (ég var meira að segja síðasti í stólnum)... :) snillingur. Og það fyndna við söguna var að ekkert fannst að tönnslunni.. iss.. sagði honum að ég hefði sennilega skynjað að hann væri að hætta og þetta væru bara einhverjar dillur í mér ;)

Mórallinn með þessari sögu var að panta tíma hjá tannlækninum, þið vitið aldrei hvenær hann hættir!

Engin ummæli: