6. ágúst 2003

Iss.. ekkert skrifað um helgina! Helv, leti er þetta...

*Gasp* í alvöru, förum þangað...Það er ekkert smá svekkelsi að setja upp heimasíðu, ég vill benda fólki sem er í þeim hugleiðingum að halda sig frá því. Þetta eru eintóm vonbrigði og grátur. Þegar fyrsta síðan manns fer í loftið þá líður manni jú, svakalega vel og það er eins og maður svífi um á skýi... lífið er yndislegt. Þér finnst þú vera allt önnur manneskja svo svakalega "in" í dag og "töff". En svo kemstu að því að það sést ekki utan á þér að þú sért kominn með heimasíðu, og að þú ert ekki einstakt lítið snjókorn. Fólk gengur ekki upp að manni á götunni og segir "Hey, þú ert kominn með nýja heimasíðu, er það ekki?" eða "Ég sé að þú ert kominn með heimasíðu!" Iss.. *snökt*, þess vegna hef ég ákveðið að keyra morgunblaðsauglýsingar í hverri viku (byrja á morgun) þar sem ég auglýsi að ég sé kominn með heimasíðu! ...og hananú engin fleiri vonbrigði fyrir mig!

Annars var helgin í góðum málum, ég, Rannsa pannsa og litla systir skemmtum okkur vel á Kópi 2003 (verslunarmannahelgarfagnaður vina R.). Fín helgi í alla staði. :) Nema hvað maður er orðinn slappur í að drekka áfengi, guð minn almáttugur. Held ég verði hreinlega að taka mig á og gerast dagdrykkjumaður til að hressa mig aðeins við í þolinu.

Forðist eins og heitan eldinnÉg og R. fórum í bíó á mánudaginn á Basic, ALMÁTTUGUR!! hvað þetta er léleg mynd. Arfaslappur leikur, lap-þunnt plott (eiginlega ekki hægt að kalla þetta plott) og í alla staði kastað til hendinni við gerð myndarinnar. Ég kenni sjálfum mér um að vera ekki búinn að kynna mér þessa mynd betur. Ég meina við hverju er s.s. að búast frá John McTiernan? Hann er búinn að gera Die Hard!!! Og svo var síðasta mynd hans "Rollerball" ein sú versta í kvikmyndasögunni... Allavegana stay away í guðsbænum..

Engin ummæli: