Ég hef verið að tuða um það síðasta árið að þessir þáttaframleiðendur í ameríkunni (og annarsstaðar) væru hálfvitar að eyða öllum þessum kröftum og peningum í að berjast á móti ólöglegu sjónvarpsefni sem alnetið víst er yfirfullt af. Mér fannst allt þetta svo viðbjóðslega illa hugsað allt því nánast í hverjum mánuði þá kom hver hryllingssagan á eftir annari frá þessum "vesalings" risastóru sjónvarpsstöðvum í bandaríkjunum þar sem þeir vældu um að ekkert væri hægt að ráða við allan þann stuld á sjónvarpsefni sem er á alnetinu í dag.
Þættir sem sýndir eru í bandaríkjunum og bretlandi eru komnir í stafrænt form og í almenna dreifingu nokkrum klukkutímum eftir að þeir eru sýndir vestanhafs. Hefur ýmis tækni verið nýtt til dreifingu þessa efnis, þ.a.m. pier-to-pier forrit (s.s. Kazaa, gnutella o.þ.h.) og núna nýjast Bittorrent forrit.
Það sem ég hef verið að furða mig yfir er AFHVERJU ERU ÞEIR AÐ BERJAST Á MÓTI ÞESSU? Það er greinilegt af eftirsókninni (sem vex margfalt hverja vikuna) og gæðum og hraðanum sem efninu er pumpað út á netið að GÍFURLEGUR markaður er fyrir þessa miðlun á sjónvarpsefni í heiminum.
Eru ekki einmitt viðskiptafræðingar og markaðsybbar einmitt menntaðir til að koma auga á nýja markaði nýjar leiðir til að selja fólki dót? Afhverju í ósköpunum eru þeir ekki að átta sig á því að grundvöllurinn fyrir þessu "vandamáli" sem þeir eiga með ólöglegt efni er af því að fólk VILL ÞENNAN MÖGULEIKA!
Er það ekki bersýnilegt að fólk er tilbúið til að eyða umtalsverðum fjárhæðum (sem núna fara í umfram gagnamagn hjá símafyrirtækjum) til fá ÞÁ sjónvarpsþætti sem það hefur áhuga á að fylgjast með ÞEGAR því hentar!!!
Eins og t.d. ég sjálfur. Ég get ekki staðsett mig fyrir framan sjónvarpið nákvæmlega klukkan 7 alla þriðjudaga til að horfa á nákvæmlega þann þátt sem er verið að sýna þá á RÚV!.. þá væri ég til í að kaupa hvern Lost þátt á $2 og downloada honum löglega á tölvuna mína. Þá gæti ég horft á hann þegar ÉG hef sjálfur tíma.. en ekki þegar RÚV skikkar mér að horfa á hann!
En eins og mörgum grunaði þá var það bara tímaspursmál hvenær vinir okkar í Apple myndu hefja sölu á sjónvarpsþáttum og bíómyndum samhliða sölu tónlistar í margmiðlunarforritinu sínu iTunes.
Þann 12. Október s.l. þá kynnti Steve Jobs (forstjóri Apple) nýja útgáfu af iTunes (útgáfu 6) en þar hafa þeir einmitt bætt við þeim möguleika að þú getir keypt og sótt einu vinsælustu sjónvarpsþættina vestanhafs í dag (Lost og Desperate Housewifes). Hver þáttur kostar $1.99 og sækir þú hann beint í gegnum forritið þeirra.
Húrra! Húrra!.. loksins erum við frjáls með að horfa á það sem okkur langar og þegar okkur langar!.. eða hvað?
Já nei nei, þá er með þetta eins og helv. tónlistina að gera verður STEF samning (eða eitthvað álíka heimskulegt) í hverju einasta helvítis landi áður en bjóða má upp á efnið í viðkomandi landi (já, einmitt til að vernda local sjónvarpsstöðvarnar sem kaupa þættina til sýninga!) WHAT! Comon.. þeir græða miklu meira á að selja hverjum og einum þættina til sérsýninga heldur en að selja rottunum í RÚV heilu seríuna!
Ég segi.. burt með afturhaldsseggina og tækniheftlingana, ég vill downloada sjónvarpsefni löglega! og ég vill það NÚNA!