Þessa vikuna hefur verið brjálað að gera hjá mér í skólanum, endalaus skilaverkefni (og ekki af léttari toganum). En framtíðin er bjartari, ætla að reyna að komast í vísindaferð á morgun (förum í Landsvirkjun) og svo er karókí kvöld í vinnunni. Hehehe, þannig að maður mun mæta sót-ölvaður beint í karókíið, ætli maður taki ekki þátt (en fer algjörlega eftir áfengismagni, sennilega ryðst inn á svið eftir keppnina og tek nokkur vel valin bubbalög.. hoho). Hafiði það annars bara sem best og góða helgi.
p.s. hérna er nauðsynlegt tól fyrir alla sem ákveða að fara á 3ja árið í tölvunarfræði!!! :(
18. september 2003
15. september 2003
Lítið að gerast þessa dagana nema náttúrulega skólinn :) Kíkiði á þennan brain teaser... Sker endanlega úr um hvort að þú sért maður eða hæna...
Ætlaði að skella mér með kvensunni á Once upon a time in Mexico í gær en "urðum" að vera heima að horfa á Practice... jezzz hvað er með þessa lögfræðingaþætti í sjónvarpinu.. er Sledge og Hunter ekki í tísku lengur.. ???
Ætlaði að skella mér með kvensunni á Once upon a time in Mexico í gær en "urðum" að vera heima að horfa á Practice... jezzz hvað er með þessa lögfræðingaþætti í sjónvarpinu.. er Sledge og Hunter ekki í tísku lengur.. ???
11. september 2003
Karen sæta er komin með heimasíðu, mæli með að allir lesi hana því hún er ein sú fyndnasta stelpa sem ég þekki.. :) (að sjálfsögðu fyrir utan mína heitt elskuðu Rönnsu Pönnsu).
Lítið nýtt að frétta, nema hvað að LOKSINS, ó loksins fengum við ísskápinn til baka (fucking finally) og ég druslaði honum upp á 3ju hæð með hjálp stór-vinar míns hans Stefáns kerfisstjóra ;) Annars bara læra læra.. reyndar er ég kominn með svo þvílíkt ógeð á að lesa/læra að ég held ég taki mér frí í dag og glápi bara á vídjó og reyni að brenna eitthvað af þessum "gögnum" sem hafa verið að safnast fyrir á harðadisknum mínum ;) hehehe... auf wiedersehen...
Lítið nýtt að frétta, nema hvað að LOKSINS, ó loksins fengum við ísskápinn til baka (fucking finally) og ég druslaði honum upp á 3ju hæð með hjálp stór-vinar míns hans Stefáns kerfisstjóra ;) Annars bara læra læra.. reyndar er ég kominn með svo þvílíkt ógeð á að lesa/læra að ég held ég taki mér frí í dag og glápi bara á vídjó og reyni að brenna eitthvað af þessum "gögnum" sem hafa verið að safnast fyrir á harðadisknum mínum ;) hehehe... auf wiedersehen...
7. september 2003
Hohoho.. það var helvíti fínt í vísindaferðinni á föstudaginn, reyndar klikkaði Ölgerðin algjörlega á veitingunum því það var ekkert nema bjór og snakk :( þannig að maður varð alveg peru-ölvaður á nótæm. Við skelltum okkur því bara á Amigos og fengum okkur smá í gogginn (og nokkur skot) usss, hvænær ætla ég að læra!... Ekki fleiri en 1 tequila staup... var orðinn helvíti skrautlegur eftir 3.. hehehe...
Góðir saman :)
Nú fer maður að stunda vísindaferðirnar... fyrst maður borgaði í Viskuna.. Áfram áfengi, upp með ölvun almúgans...!!!
p.s. á myndavef visku eru fleiri myndir af ferðinni, mæli með að þið byrjið á þessari hérna.. hehehehe
Góðir saman :)
Nú fer maður að stunda vísindaferðirnar... fyrst maður borgaði í Viskuna.. Áfram áfengi, upp með ölvun almúgans...!!!
p.s. á myndavef visku eru fleiri myndir af ferðinni, mæli með að þið byrjið á þessari hérna.. hehehehe
5. september 2003
Ansans, ftp aðgangurinn að skólasvæðinu er eitthvað að stríða mér þessa dagana þannig að ég get ekki postað neinu nýju. Jæja, við bíðum bara róleg. Annars ætla ég að sækja ísskápinn úr viðgerð í dag og í framhaldi af því neyðist til að drattast með hann upp á 3ju hæð (aftur :s). Er samt mjög sáttur við þá hjá Frysti og kæliþjónustunni, snöggir og næs gaurar.
Að sjálfsögðu má ekki gleyma að í kvöld fer ég í mína fyrstu (sveindóms) vísindaferð með HR. Farið verður í ölgerðina og þar skoðaðar nýjustu bjórdælurnar og glösin. Hehe.. "This is a good day to drink..." segi ég með smá Star Trek nörda hljómi... :)
Að sjálfsögðu má ekki gleyma að í kvöld fer ég í mína fyrstu (sveindóms) vísindaferð með HR. Farið verður í ölgerðina og þar skoðaðar nýjustu bjórdælurnar og glösin. Hehe.. "This is a good day to drink..." segi ég með smá Star Trek nörda hljómi... :)
4. september 2003
Arg.. vík satan! Þessi dagur er dagur djöfulsins, eintómar freistingar allsstaðar. Byrjar á því að HR er 5 ára í dag og að sjálfsögðu var boðið upp á köku fyrir alla í skólanum (hún skákaði nú næstum Reykjavík 200 ára kökunni '86 í lengd).. uss hvað maður svitnaði og neyddist til að flýja húsið og mæta í vinnuna. Ekki tók þá betra við heldur en að okkur í deildinni var boðið upp á svakalega afmælisköku (algjör sprengja). En sem betur fer stóðst ég þessar freistingar djöfulsins og held ótrauður áfram í mechrununni "Yet another day"... :)
Annars hafa flutningarnir gengið bara helvíti vel, þó svo að ég hafi verið svo viðbjóðslega upptekinn í skólanum að ég hef ekkert gert (ekki einu sinni uppfært heimasíðuna) í að stilla upp í herberginu okkar. Nema að sjálfsögðu að tuða og röfla yfir því sem Rannveig hefur gert. En jæja.. við ætlum að skella okkur á bresku kvikmyndahátíðina í kvöld (gera eitthvað menningarlegt saman) og sjá The Magdalene Sisters. Skella okkur á deit saman, nauðsynlegt :)
Annars hafa flutningarnir gengið bara helvíti vel, þó svo að ég hafi verið svo viðbjóðslega upptekinn í skólanum að ég hef ekkert gert (ekki einu sinni uppfært heimasíðuna) í að stilla upp í herberginu okkar. Nema að sjálfsögðu að tuða og röfla yfir því sem Rannveig hefur gert. En jæja.. við ætlum að skella okkur á bresku kvikmyndahátíðina í kvöld (gera eitthvað menningarlegt saman) og sjá The Magdalene Sisters. Skella okkur á deit saman, nauðsynlegt :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)