31. janúar 2004

litli prinsinnJæja við erum kominn í aðstöðuna okkar niðrí VÍS og lokaverkefnið er hafið af fullu. Aðstaðan er kominn upp og forrit instölluð, erum reyndar að bíða eftir .NET en það kemur vonandi innan tíðar.

Styrmir er þegar búinn að:
- Breyta og 2 sec síðar gleyma admin lykilorðinu að tölvunni sinni :)
- Gráta út nýjan skjá (því hinn var ekki nógu "modern", passaði ekki við "Angel lookið")

Því hefur hann verið kosinn "Verkefnis-prinsinn" af hópnum (3 atkvæði gegn 1). hoho...

28. janúar 2004

... já há ég skal sko breytast...

Loksins er komið að því! Ég er að setja upp Linux, gat ekki verið nema sammála honum Heimi sem kennir mér dreifð kerfi að það er ekki hægt að útskrifast úr háskóla með tölvunarfræðigráðu án þess að hafa snert neitt annað heldur en Windows...

Þannig að Suse v9.0 varð fyrir valinu og er ég að setja það upp á vélinni minni hérna niðrí skóla. :) Reyndar er tölvan frekar lengi að þessu öllu saman en what the hell, geri þá bara stærðfræðidæmin mín á meðan...
hoho.. Jæja kids, ef það er einhvern tíman ástæða fyrir því að uppfæra vírusvörnina (setja inn vírusvörn ef engin er á vélinni) og alvarlega hugsa um að setja upp eldvegg á vélina (eða virkja XP eldvegginn) þá er sá tími núna. Þessi skíta W32.Novarg.A@mm/Mydoom ormur er að gera allt vitlaust og mun gera allt vitlaust þegar hann fer í gang 1. feb.

Það er ekki kúl að smíða vírusa, það er eins og að drulla á gólfið heima hjá þér (þú munt á endanum stíga í kúkinn sjálfur og renna á hausinn, stupid fuck!). Þeir eru að kenna einhverjum linux örverpum um þennan vírus (tengist málshöfðun á hendur ákveðinna kerfishluta í linux), stupid kids haldiði að þetta geri eitthvað gagn?!

Annars sannfærðist ég um að u.þ.b. 90% af heimsbyggðini eru slefandi hálfvitar eftir að hafa lesið nokkur komment af slashdot. Það eru virkilega smábörn þarna úti sem halda að með því að skrifa einn rename macro í VB eða eitt javascript fall á vefsíðu að þá séu þeir orðnir löggildir meðlimir í OpenSource heiminum... stupid fucking retards... hvernig væri nú að foreldrar aftengdu þessa illa gefnu orma og sendu þau í skóla.. djííísss...

Boðorð dagsins: Uppfæra vírusvörnina, setjiði upp eldvegg og ekki smella á nein viðhengi sem þið þekkið ekki! og btw.. alltaf smá grín líka

26. janúar 2004

Nenn'eggi að gera neitt í dag: hérna eru því tveir helvíti góðir... annars vegar vídjó fyrir þá sem nenna ekki einu sinn að hreyfa músina og hinsvegar einn skemmtilegur músasmella íþróttaleikur (hvað gerir maður annars sér til dundurs á pólunum?)
Afhverju Ítalar eru ekki eins og allir aðrir...
Fyndin mynd um ítölskuþjóðarsálina :)
Mörgæsaleikurinn
Hver hefur ekki gaman af íþróttum?

24. janúar 2004

loksins loksins...Við skulum bjóða OpenSource heiminn velkominn á síðuna mína. Húrra húrra. Loksins tók ég mig saman í andlitinu og drullaðist til að gera þessa síðu almennilega compatable við eitthvað annað en bara fucking IE. Núna virkar hún frábærlega í einum bezta browser í heimi Firebird (og það þýðir að hún virki í þeim öllum).

Kom meira að segja commentakerfinu góða yfir og núna er loksins kominn tími fyrir hina formatting-style glaða mozilla gaura til að sleppa sér í commentunum (og ekki gleyma brosköllunum, virkileg bylting, Jónas: go-for-it... ). Mæli með ef þið eruð eitthvað óánægð eða orðin þreytt að prófa að skipta úr gamla óþolandi IE og yfir í Firebirdinn...

Jæja nóg komið af nördaskap...

21. janúar 2004

ÞÆR LJÚGA !!!
Af mbl.is:
Sykur- og gosdrykkjaneysla ungs fólks vandamál
Yeah right... seigið okkur annan... "Ungt fólk á Íslandi neytir sykurs og gosdrykkja í óhófi en fiskneysla í hópi þess fer minnkandi að því er fram kemur í nýrri skýrslu Manneldisráðs ... strákar á aldrinum 15-19 ára drekka að meðaltali tæpan lítra af gosdrykkjum á dag. Sykurneysla þeirra er jafnframt meiri en góðu hófi gegnir, eða um 143 grömm af viðbættum sykri á dag. Stúlkur á sama aldri drekka minna af gosi, en þess í stað drekka þær meira af vatni og sódavatni. Um 20% stúlkna í rannsókninni sögðust aldrei drekka sykrað gos..."
Nánar

Ég hef aldrei heyrt annað eins horse-shitt eins og þetta, ef eitthvað er þá drekkur/borðar ein stelpa MEIRA af gosi og sælgæti en 10 strákar samanlagt. Það eina sem þessi skýrsla sýnir er að konur eru haldnar alvarlegri sjálfsblekkingu, og hananú! Face it stelpur, þið eruð verri...

13. janúar 2004

Hey, feiti!  Farðu í ræktinaAndlát heilbrigðrar skynsemi
Af mbl.is:Timothy Dumouchel, sem býr í Wisconsin í Bandaríkjunum, hefur lagt fram kvörtun til lögreglunnar en hann segir Charter-kapalsjónvarpsstöðina bera ábyrgð á því að öll fjölskylda hans hefur breyst í sófadýr. Hann hótar fyrirtækinu málsókn.
"Ég tel að ástæða þess að ég reyki og drekk á hverjum einasta degi og konan mín er of feit sé sú að við höfum horft á sjónvarp á hverjum einasta degi undanfarin fjögur ár," sagði Dumouchel í skriflegri kvörtun sinni til lögreglunnar.


hvað meinar maðurinn??...

9. janúar 2004

Byrjaður í skólanum... :(

4. janúar 2004

Litli grísinn á ammmæli :)
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag.. ég á afmæli sjálfur ég á afmæli í daaaaaaggg.... vill þakka fjölskyldunni og elsku ástinni minni fyrir gjafirnar og morgun partíið.. you guys...

1. janúar 2004

Gleðilegt ár öll saman... :D


Bono-cloneÞá er það komið á hreint!... Langar bara að óska honum Braga til hamingju með stórsigurinn í World Idol keppninni þar sem að landi hans Kurt (frá Noregi) vann keppnina með yfirburðum... enda líka besti söngvarinn í keppninni (ég meina hverjir kjósa ekki hobbitann yfir hrokagæruna anyday?).

Djöfull var gaman að sjá hve Ameríska Idolið varð fúl í hvert skipti sem Kurt fékk hærri stig en hún (og það gerðist í 10 skipti af 11) hehehe... Litla svarta krækiberjahjartað mitt tók illkvittnislega kippi í hvert skipti >)...