17. október 2006

Almáttugur...

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag:

Samræmdum prófum hætt


Alþingi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis.

Alþingi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis.

Björgvin segir prófin úrelt og valda meira tjóni en gera gagn. "Þau valda gífurlegri miðstýringu þar sem allt miðast við fáar bóklegar greinar en þau mæla ekki það sem verðmætast er eins og til dæmis færni í mannlegum samskiptum. Að auki búa þau til tapara þar sem allir eiga að koma út sem sigurvegarar," segir Björgvin og telur betri leiðir til til að mæla árangur skólabarna.- bþs/fréttablaðið


Þessi Björgvin blessaður hefði nú eitthvað til málanna að leggja ef hann væri ekki soddan grasasni eins og þessi frétt ber með sér. "Að auki búa þau til tapara þar sem allir eiga að koma út sem sigurvegarar". Það er ekki nóg að skerða eigi menntun ungafólksins okkar bæði á sviði raunvísinda og okkar ástkæra móðurmáli, heldur á núna að gera grunnmenntun barnanna að bölvaðri feel-goody unglingavinnu!

Höfum minni áhyggjur af því að öllum líði eins og sérstökum "sigurvegara" snjókornum sem finnst lífið og þjóðlífið eigi að snúast utan um rassgatið á þeim. Höfum frekar meiri áhyggjur af því að fólkið í landinu fái mannsæmandi grunndvallar kennslu og öðlist sómasamlega undirstöðu kunnáttu í þeirri þekkingu sem mannkynið hefur viðað að sér undanfarin ár þúsund og gerir okkur kleift að lifa eins og við lifum í dag!

Að láta svona út úr sér... sveimérþá!

Ekki misskilja mig þó, ég er fylgjandi því að fyrirkomulaginu á þessum svokölluðu "samræmduprófum" sé breytt og fært í betra horf. Ég er sammála því að ofur-áhersla sé lögð á (sem hreinlega jaðrar við bölvað snobb) ákveðin bókleg fög en lítil sem engin áhersla sé lögð á verknám í gunnskólum og mennastofnunum landsins.

Hinsvegar má ALDREI, ALDREI, ALDREI gleyma því að til þess að geta tekið þátt í nútíma þjóðfélagi og vera samkeppnishæfur á vinnumarkaðinum þá verður að tryggja að allir hafi sama grundvallarskilninginn á hinum "hefðbundnu" bóklegu fögum (s.s. stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, íslensku, ensku, dönsku/þýsku/frönsku, osfrv..)! Sama hvar styrkleikar hvers og eins liggja.

15. október 2006

11. október 2006

How I Learned to Stop Worrying and Love the STL


#include

std::string s = "abc"

do
{
v.push_back( s )
}
while( next_permutation(s.begin(), s.end()) );


Smíðar allar samsetningar á röðun 'a','b' og 'c' og vistar þær í v.

Bjútíið í þessu er að til þess að geta gert þetta með custom hluti þá þarf einungis að implementa less-than operatorinn.


struct Box
{
public:
int number;
bool operator < (const Box& b)
{
return number < b.number;
}

};

typedef std::vector Boxes;

Boxes b;
b.push_back( Box(1) );
b.push_back( Box(2) );
b.push_back( Box(3) );

std::vector perms;

do
{
perms.push_back( b )
}
while( next_permutation(b.begin(), b.end()) );



Sweeeet :D

3. október 2006

pappír != paper != papier != papel

Magnað í hvernig vandamálum maður lendir með makka. Til að mynda er prentun ógurlegt mál á tímum.

Ég komst að mjög einkennilegum hlut í síðustu viku þegar ég varð loksins pirraður á því að makkinn minn reyndi alltaf að prenta út allt í US-Letter stærð, þó svo að blaðsíðurnar og prentarinn væri stilltur á A4 stærð.

Eftir mikla leit og hártog þá komst ég loksins að því að, eins einkennilegt og það er, þá ákváðu Apple menn að pappírsstærðir skyldu verða ákvarðaðar af því tungumáli sem er virkt á viðkomandi vél. Furðuleg ákvörðun það...

Allavegana hérna eru nokkrar leiðir til að stilla sjálfgefna pappírsstærð í OS X, sjálfur er ég með öll þessi atriði sett hjá mér:

  1. Opna "Print & Fax" í system preferences og velja 'A4' sem default paper size in page setup.

  2. Opna "International" í system preferences og bæta við "British English" inn í listann í flipanum "Language". Gæta þess að hafa það líka efst í listanum, þ.e.a.s. most prefered. Verður að endurræsa til að breytingarnar taki gildi.

  3. Það eru tilbúnar global prentaraskipanir í localization skjölunum undir /System/Library/Frameworks/ApplicationServices.framework/
    Versions/A/Frameworks/PrintCore.framework/Versions/A/Resources/

    Það gæti verið nauðsynlegt ef skref 1 virkar ekki að breyta skránni "English.lproj/Localizable.strings" sem staðsett er á þessum stað. Í henni eru default skipanir fyrir prentara. Þarf einungis að breyta: DefaultPaperSize stillingunni í "DefaultPaperSize" = "iso-a4"; (Gætið þess að English.lproj er ef þú ert með stillta English í language, en_GB.lproj ef þú ert með British English o.s.frv.)

  4. Ekki eru allir prentarar sem nota þessa default skrá sem lýst er að ofan. Sumir prentarar, eins og t.a.m. Epson eru með sín eigin uppsetningarskjöl. Til að breyta þeim þá þarf að opna möppuna /Library/Printers/EPSON/ finna svo plugin-ið fyrir viðkomandi prentara tegund þar undir. Hægri smella á það og velja "Show package contents". Opna svo /Contents/Resources/English.lproj/Localizable.strings skránna sem staðsett er inn í plugin-inu og breyta líkt og að ofan: "DefaultPaperSize" = "iso-a4";


Ég framkvæmdi þessi skref hérna að ofan sjálfur og þau virkuðu mjög vel á vélinni minni. Mæli með því að eftir að einhver eða öll þessi skref hafa verið framkvæmd þá að endurræsa vélina til að tryggja að uppfærðar upplýsingar séu í notkunn í öllum forritum.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum af ykkur hinum makka notendum sem notið ekki íslensku útgáfuna af OS X.