6. september 2006

Eldsnögg leið til að kjósa uppáhalds Magnann sinn

Þeim sem langar til að raða inn sem flestum atkvæðum fyrir hann Magna okkar í Rockstar hafa mögulega áhuga á þessari einföldu flýtileið við kosninguna:

1. Eftir að litli kosningaglugginn birtist þegar smellt hefur verið á myndina af Magna á kosningasíðunni (sjá mynd 1), þá hefst ballið. Lykilatriðið hér er að þú þarft ekki að loka þessum glugga aftur á meðan á kosningunni stendur.

2. Sláið inn staðfestingarkóðann sem beðið er um (allt í hástöfum). ÁÐUR en þið smellið á continue hnappinn, veljiði þá textann sem þið voruð að slá inn (með því að tvísmella á hann með músinni eða á þann hátt sem ykkur finnst þægilegt). Eftir að textinn hefur verið valinn (líkt og á mynd 1), styðjið á flýtilyklana fyrir "Copy" (á windows heldur maður inni 'ctrl' takkanum og styður á 'c').


Mynd 1: Staðfestinartexti hefur verið valin.


3. Nú er hægt að styðja á 'Continue' hnappinn (eða ýta á 'Return' hnappinn á lyklaborðinu, merktur með græna hringnum á Mynd 3). Þegar það er gert þá birtist staðfestingarsíðan um að atkvæðið hafi verið móttekið (sjá Mynd 2). EKKI LOKA GLUGGANUM ÞEGAR SÚ SÍÐA BIRTIST!


Mynd 2: Atkvæðið hefur verið móttekið.


4. Nú skaltu styðja á 'Backspace' takkann á lyklaborðinu (merktur með rauða hringnum á Mynd 3, einnig þekktur sem stroka-út-takkinn). Þessi takki er flýtileið og virkar líkt og 'Back' í vafranum.


Mynd 3: Takkinn merktur með rauðu = Til að fara til baka eftir að atkvæði hefur verið greitt, Grænu = Til að greiða atkvæði eftir að kóði hefur verið sleginn inn.


5. Nú ætti að birtast aftur staðfestingakóðamyndin. Nú er einfaldlega hægt að styðja á líma flýtileiðina ('Ctrl' og 'v'), við það límist inn staðfestingakóðinn sem þið slóguð inn síðast. Nú er hægt strax aftur að styðja á 'Continue' hnappinn (eða 'Return' takkann) til að senda inn nýtt atkvæði!

Voila!
Gera þetta mörgum sinnum í röð og þá fær Magni helling af atkvæðum, vinnur keppnina og fær 1.5 milljón frá SPRON! Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!!!

2. september 2006

Efni síðustu mánuði

Jæja.. ekki mikið að gerast á þessari síðu :)

Highlights síðustu mánuðina:

  • Útskrifaðist með M.Sc. gráðuna loksins.
  • Fór á gervigreindarráðstefnu í Boston (AAAI'06) í júlí og kynnti þar rannsóknarvinnu mína og Yngva. Fyrsta skipti sem ég kem til USA, Boston er mögnuð borg :)
  • Labbaði laugaveginn í sumar ásamt góðu fólki (fimm stjörnur) fengum frábært veður og ótrúlegt útsýni.
  • Var boðin áframhaldandi rannsóknarstaða við Háskólann næsta árið. Staða sem ég ákvað að taka.
  • Hef verið að brölta við að koma mér fyrir í nýju rannsóknarsetri háskólans í gamla Moggahúsinu í Kringlunni.
  • ... og svo að sjálfsögðu, grill, bjór, wow, og önnur slík skemmtilegheit :)


Og núna... uppfæra þetta vesældarblogg þannig að hægt sé að nota þetta eitthvað :D