24. desember 2006

"Tilvalin jólagjöf 1.999 kr." (stendur merkt)

Hagkaup er með svarið, alveg tilvalið!


Gleðileg jól öll sömul
Merry Christmas everybody
:D

4. desember 2006

jesús...

Googlism for: sverrir

sverrir is one of a group of international and world
sverrir is the most acute actor i've ever met
sverrir is "epitaph" a collection of icelandic folk songs with a medieval ambience
sverrir is a third year student in business administration and he´s the chairman of mágus
sverrir is de lammeren maar gaan scheren want die zet'ie nu toch niet meer buiten
sverrir is found in the name of sverrir sigurdarson


Og Signý hélt að hún hefði verið með ömurlegt google-thingy... holy crap! This sucks monkey balls...

Hvað á þetta eiginlega að þýða:
"sverrir is found in the name of sverrir sigurðarson"...
barmafullir bakpokar batman.. þetta sökkar feit!

Finndu þitt googlesim (og vertu fyrir soul-crushing vonbrigðum)


Edit:
hihi.. þetta er fyndið:

30. nóvember 2006

An eye for an eye....

Even now in heaven, there were angels carrying savage weapons...





An eye for an eye
makes the whole world
blind...

24. nóvember 2006

Priorities, indifference and irresponsibility

This story was posted recently on slashdot.org following the shooting by the troubled German youngster from Emsdetten.

Bret540 writes:
"A Reuters news story reports that German lawmakers are considering a crackdown on 'violent computer and simulated war games' because a youth decided to attack other students at his school. The young man was apparently already under police consideration for weapons-related violations, and was described as 'someone with no friends.'"

From the article:
"Wolfgang Bosbach, the deputy head of Chancellor Angela Merkel's Christian Democrats (CDU) in parliament, said it was time to consider banning games that simulate wanton killing. 'We need effective guidelines to protect children from exposure to different types of media, but we don't need (simulated) killer games that can lead to brutalisation,' Bosbach was quoted on the Netzeitung news Web site as saying." InfoWorld has more details on the event as well.[more]


Besides the same blame-the-worlds-problems-on-video-games platitude I think this story describes a more subtle but much graver attitude problem people have today. Namely the blind urgency everybody feels regarding detailed diagnosis and observation rather than actually providing people with the help they need.

That the young man was described by the police as 'someone with no friends' is more terrible than I can imagine. Why, since the police obviously had knowledge of the fragile state of this youngster, didn't they try to give him the help he needed?

In my opinion, it's both criminally negligent and fundamentaly in-human! And WE are to blame.

23. nóvember 2006

Proper motivation

For every hour I spend debuging poorly documented code Fluffy gets it!
()_()
(>.<)
((")(")
Fluffy has died 3,421 times so far.


Be apart of the solution, help save Fluffy!
Document your code properly!

22. nóvember 2006

My new awesome toy

Bought the new Mindstorms NXT set when I went to London last week. Awwwwwesome stuff! I've been fidgeting like a 5 year old the whole day while waiting to get home to piece it together and build my first robot.

Just as a hint to those of you who might also own this system, when sending a direct command to the NXT module you have to omit the first byte (Byte0) in the output and response buffers. The framework does that for you (thanks Lego for not documenting that in the SDK, could have saved me two hours of frustrated debugging).

As an example, to start/stop the continuous rotation of motor A, you'd have to send the following data:

nFANTOM100::tStatus status;
nFANTOM100::iNXTIterator* nxtIteratorPtr = NULL;
nFANTOM100::iNXT* nxtPtr = NULL;

nxtIteratorPtr = nFANTOM100::iNXT::createNXTIterator( false, 0, status );

if( status.isNotFatal())
{
nxtPtr = nxtIteratorPtr->getNXT( status );
nFANTOM100::iNXT::destroyNXTIterator( nxtIteratorPtr );

ViUInt8 tachoticks = 360;
ViUInt8 speed = 100;

ViUInt8 directCommandBuffer[] = { // Removed the initial byte!
0x04, // Set outputstate
0x00, // The output port 0-2
speed, //power set point -100 to 100
0x01 | 0x04, // mode byte,
0x01, // Regulation mode (no regulation)
0x10, //turn ratio
0x20, // Run state (idle)
tachoticks
};

// Same thing here, decrease the size of the return buffer by 1 (documented size is 3)
unsigned char responseBuffer[2];

// Send the direct command to the NXT.
nxtPtr->sendDirectCommand( true /* we want a response */,
reinterpret_cast< ViByte* >( directCommandBuffer ), sizeof( directCommandBuffer ),
reinterpret_cast< ViByte* >( responseBuffer), sizeof( responseBuffer ),
status );
}


I'll post some further details as I get through the basic robots and finally get to program something on my own. I fear however that the NXT's measly 106k memory could become a major hurdle in my robot world domination plans.

9. nóvember 2006

Horfði ekki á sjónvarpið í gær

Já, hana nú .. horfði ekki á sjónvarpið með Rannveigu í gær, var þessi í stað að dunda mér í að prófa DHTML upp á nýjan leik. Hef ekki gert neitt lengi skemmtilegt DHTML í nokkur ár og langaði aðeins að prófa hvort eitthvað nýtt væri á seyði.

Í einhverjum óheyrilegum leiðindum þegar ég var úti í Kanada þá hafði ég skrifað einfaldan kóða sem birti NxN matrixu af pixelum á vefsíðu. Hægt var svo að smella á hvern pixelinn og breyta litinum á honum. Langaði að prófa mig áfram í því að búa til naívt teikniforrit í vafrara. En hef svo sennilega verið kallaður út í bjór eða eitthvað þvíumlíkt því ekki náði það langt.

En jú ég tók þetta project og ákvað að nota það sem grunn. Gekk út frá því í byrjun að ég gæti, í stað þess að teikna hvern pixel (ísl: kassa), frekar látið kassana teikna sig sjálfa eftir einhverjum reglum. Þannig væri jafnvel mögulegt að búa til einhver falleg form og hreyfimyndir. Gaman :)

Frekar einfalt að gera það á svona quick and dirty hátt, myndirnar teikna sig og hægt er að stækka svæðið og kassana sem birtast ásamt því að stoppa hreyfinguna.


Helsta vandamálið er að vegna þess að ég uppfæri myndina nú ekki á neinn sérstaklega hagkvæman máta, þá keyrir þetta svolítið hægt.


Hinsvegar fannst mér mun áhugaverðara að gera þetta almennilega gagnvirkt og hvernig hægt væri að skrifa inn og keyra sínar eigin reglur beint inn í vefsíðuna sjálfa. Loksins komst að leið sem gerði það kleyft að smíða og virkja JavaScript kóða á keyrslutíma. Því bætti ég við seinni hlutanum:


Þetta textabox gerir hverjum sem er kleyft að eiga við kjarnann í teiknirútínunni og ákvarða hvaða kubbar eru uppfærðir og hvenær. Fallið steptile(i,j) sér um að uppfæra litinn í kubbi í röð i, dálki j. Ég prófaði nú bara að fikta með sínus og kósínus kúrfur ásamt einhverri fallegri symetríu. Að fikta er gaman! :D


Prófiði: pixemotions
(er í hálfgerðu tilrauna formi ennþá þannig að ég ábyrgist ekki stöðugleikann) :)

Ef þið fáið út einhvert skemmtilegt mynstur, endilega postiði kóðanum fyrir það í komment, alltaf gaman að prófa og sjá hvað aðrir gera.

7. nóvember 2006

Blizzard fyndnir.. :)

Hver segir svo að þeir kunni ekki að grínast þarna hjá Blizzard? Mynd tekin af Druid Spells & Abilities Preview síðunni hjá Blizzard fyrir væntanlegu viðbótina við World of Warcraft.







hehe... ;)

6. nóvember 2006

Bíómiðar


Í 2. gr. 4. mgr. í Lögum um virðisaukaskatt (1988 nr. 50 24. maí) segir að undanskilin virðisaukaskatti er:
Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.]


Þannig að hinn hefðbundi bíómiði sem nú kostar 900kr, kostar í raun án 24,5% vsk: 900*1.245 = 723 kr.

Bíómiðinn á Mýrina sem kostar 1.200kr. er sem sé 1.200-723 = 477 kr. dýrari!

Það er þannig nánast 500kr. dýrara að fara í bíó á Íslenskar myndir. Iss.. glætan! Hvernig hjálpar svona til að ýta undir innlenda framleiðslu?


p.s. og svo ef ekki sé nefnt að það kostar 50kr. aukalega að sjá myndir í fína nýja stafræna kerfinu þeirra í Kringlunni.

Fjúkk hvað ég er feginn að vera hættur að fara í bíó!!!

1. nóvember 2006

Einn fyrir Rannveigu


Your Candy Heart Says "Get Real"

You're a bit of a cynic when it comes to love.
You don't lose your head, and hardly anyone penetrates your heart.
Your ideal Valentine's Day date: is all about the person you're seeing (with no mentions of v-day!)
Your flirting style: honest and even slightly sarcastic
What turns you off: romantic expectations and "greeting card" holidays
Why you're hot: you don't just play hard to get - you are hard to get

17. október 2006

Almáttugur...

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag:

Samræmdum prófum hætt


Alþingi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis.

Alþingi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis.

Björgvin segir prófin úrelt og valda meira tjóni en gera gagn. "Þau valda gífurlegri miðstýringu þar sem allt miðast við fáar bóklegar greinar en þau mæla ekki það sem verðmætast er eins og til dæmis færni í mannlegum samskiptum. Að auki búa þau til tapara þar sem allir eiga að koma út sem sigurvegarar," segir Björgvin og telur betri leiðir til til að mæla árangur skólabarna.- bþs/fréttablaðið


Þessi Björgvin blessaður hefði nú eitthvað til málanna að leggja ef hann væri ekki soddan grasasni eins og þessi frétt ber með sér. "Að auki búa þau til tapara þar sem allir eiga að koma út sem sigurvegarar". Það er ekki nóg að skerða eigi menntun ungafólksins okkar bæði á sviði raunvísinda og okkar ástkæra móðurmáli, heldur á núna að gera grunnmenntun barnanna að bölvaðri feel-goody unglingavinnu!

Höfum minni áhyggjur af því að öllum líði eins og sérstökum "sigurvegara" snjókornum sem finnst lífið og þjóðlífið eigi að snúast utan um rassgatið á þeim. Höfum frekar meiri áhyggjur af því að fólkið í landinu fái mannsæmandi grunndvallar kennslu og öðlist sómasamlega undirstöðu kunnáttu í þeirri þekkingu sem mannkynið hefur viðað að sér undanfarin ár þúsund og gerir okkur kleift að lifa eins og við lifum í dag!

Að láta svona út úr sér... sveimérþá!

Ekki misskilja mig þó, ég er fylgjandi því að fyrirkomulaginu á þessum svokölluðu "samræmduprófum" sé breytt og fært í betra horf. Ég er sammála því að ofur-áhersla sé lögð á (sem hreinlega jaðrar við bölvað snobb) ákveðin bókleg fög en lítil sem engin áhersla sé lögð á verknám í gunnskólum og mennastofnunum landsins.

Hinsvegar má ALDREI, ALDREI, ALDREI gleyma því að til þess að geta tekið þátt í nútíma þjóðfélagi og vera samkeppnishæfur á vinnumarkaðinum þá verður að tryggja að allir hafi sama grundvallarskilninginn á hinum "hefðbundnu" bóklegu fögum (s.s. stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, íslensku, ensku, dönsku/þýsku/frönsku, osfrv..)! Sama hvar styrkleikar hvers og eins liggja.

15. október 2006

11. október 2006

How I Learned to Stop Worrying and Love the STL


#include

std::string s = "abc"

do
{
v.push_back( s )
}
while( next_permutation(s.begin(), s.end()) );


Smíðar allar samsetningar á röðun 'a','b' og 'c' og vistar þær í v.

Bjútíið í þessu er að til þess að geta gert þetta með custom hluti þá þarf einungis að implementa less-than operatorinn.


struct Box
{
public:
int number;
bool operator < (const Box& b)
{
return number < b.number;
}

};

typedef std::vector Boxes;

Boxes b;
b.push_back( Box(1) );
b.push_back( Box(2) );
b.push_back( Box(3) );

std::vector perms;

do
{
perms.push_back( b )
}
while( next_permutation(b.begin(), b.end()) );



Sweeeet :D

3. október 2006

pappír != paper != papier != papel

Magnað í hvernig vandamálum maður lendir með makka. Til að mynda er prentun ógurlegt mál á tímum.

Ég komst að mjög einkennilegum hlut í síðustu viku þegar ég varð loksins pirraður á því að makkinn minn reyndi alltaf að prenta út allt í US-Letter stærð, þó svo að blaðsíðurnar og prentarinn væri stilltur á A4 stærð.

Eftir mikla leit og hártog þá komst ég loksins að því að, eins einkennilegt og það er, þá ákváðu Apple menn að pappírsstærðir skyldu verða ákvarðaðar af því tungumáli sem er virkt á viðkomandi vél. Furðuleg ákvörðun það...

Allavegana hérna eru nokkrar leiðir til að stilla sjálfgefna pappírsstærð í OS X, sjálfur er ég með öll þessi atriði sett hjá mér:

  1. Opna "Print & Fax" í system preferences og velja 'A4' sem default paper size in page setup.

  2. Opna "International" í system preferences og bæta við "British English" inn í listann í flipanum "Language". Gæta þess að hafa það líka efst í listanum, þ.e.a.s. most prefered. Verður að endurræsa til að breytingarnar taki gildi.

  3. Það eru tilbúnar global prentaraskipanir í localization skjölunum undir /System/Library/Frameworks/ApplicationServices.framework/
    Versions/A/Frameworks/PrintCore.framework/Versions/A/Resources/

    Það gæti verið nauðsynlegt ef skref 1 virkar ekki að breyta skránni "English.lproj/Localizable.strings" sem staðsett er á þessum stað. Í henni eru default skipanir fyrir prentara. Þarf einungis að breyta: DefaultPaperSize stillingunni í "DefaultPaperSize" = "iso-a4"; (Gætið þess að English.lproj er ef þú ert með stillta English í language, en_GB.lproj ef þú ert með British English o.s.frv.)

  4. Ekki eru allir prentarar sem nota þessa default skrá sem lýst er að ofan. Sumir prentarar, eins og t.a.m. Epson eru með sín eigin uppsetningarskjöl. Til að breyta þeim þá þarf að opna möppuna /Library/Printers/EPSON/ finna svo plugin-ið fyrir viðkomandi prentara tegund þar undir. Hægri smella á það og velja "Show package contents". Opna svo /Contents/Resources/English.lproj/Localizable.strings skránna sem staðsett er inn í plugin-inu og breyta líkt og að ofan: "DefaultPaperSize" = "iso-a4";


Ég framkvæmdi þessi skref hérna að ofan sjálfur og þau virkuðu mjög vel á vélinni minni. Mæli með því að eftir að einhver eða öll þessi skref hafa verið framkvæmd þá að endurræsa vélina til að tryggja að uppfærðar upplýsingar séu í notkunn í öllum forritum.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum af ykkur hinum makka notendum sem notið ekki íslensku útgáfuna af OS X.

6. september 2006

Eldsnögg leið til að kjósa uppáhalds Magnann sinn

Þeim sem langar til að raða inn sem flestum atkvæðum fyrir hann Magna okkar í Rockstar hafa mögulega áhuga á þessari einföldu flýtileið við kosninguna:

1. Eftir að litli kosningaglugginn birtist þegar smellt hefur verið á myndina af Magna á kosningasíðunni (sjá mynd 1), þá hefst ballið. Lykilatriðið hér er að þú þarft ekki að loka þessum glugga aftur á meðan á kosningunni stendur.

2. Sláið inn staðfestingarkóðann sem beðið er um (allt í hástöfum). ÁÐUR en þið smellið á continue hnappinn, veljiði þá textann sem þið voruð að slá inn (með því að tvísmella á hann með músinni eða á þann hátt sem ykkur finnst þægilegt). Eftir að textinn hefur verið valinn (líkt og á mynd 1), styðjið á flýtilyklana fyrir "Copy" (á windows heldur maður inni 'ctrl' takkanum og styður á 'c').


Mynd 1: Staðfestinartexti hefur verið valin.


3. Nú er hægt að styðja á 'Continue' hnappinn (eða ýta á 'Return' hnappinn á lyklaborðinu, merktur með græna hringnum á Mynd 3). Þegar það er gert þá birtist staðfestingarsíðan um að atkvæðið hafi verið móttekið (sjá Mynd 2). EKKI LOKA GLUGGANUM ÞEGAR SÚ SÍÐA BIRTIST!


Mynd 2: Atkvæðið hefur verið móttekið.


4. Nú skaltu styðja á 'Backspace' takkann á lyklaborðinu (merktur með rauða hringnum á Mynd 3, einnig þekktur sem stroka-út-takkinn). Þessi takki er flýtileið og virkar líkt og 'Back' í vafranum.


Mynd 3: Takkinn merktur með rauðu = Til að fara til baka eftir að atkvæði hefur verið greitt, Grænu = Til að greiða atkvæði eftir að kóði hefur verið sleginn inn.


5. Nú ætti að birtast aftur staðfestingakóðamyndin. Nú er einfaldlega hægt að styðja á líma flýtileiðina ('Ctrl' og 'v'), við það límist inn staðfestingakóðinn sem þið slóguð inn síðast. Nú er hægt strax aftur að styðja á 'Continue' hnappinn (eða 'Return' takkann) til að senda inn nýtt atkvæði!

Voila!
Gera þetta mörgum sinnum í röð og þá fær Magni helling af atkvæðum, vinnur keppnina og fær 1.5 milljón frá SPRON! Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!!!

2. september 2006

Efni síðustu mánuði

Jæja.. ekki mikið að gerast á þessari síðu :)

Highlights síðustu mánuðina:

  • Útskrifaðist með M.Sc. gráðuna loksins.
  • Fór á gervigreindarráðstefnu í Boston (AAAI'06) í júlí og kynnti þar rannsóknarvinnu mína og Yngva. Fyrsta skipti sem ég kem til USA, Boston er mögnuð borg :)
  • Labbaði laugaveginn í sumar ásamt góðu fólki (fimm stjörnur) fengum frábært veður og ótrúlegt útsýni.
  • Var boðin áframhaldandi rannsóknarstaða við Háskólann næsta árið. Staða sem ég ákvað að taka.
  • Hef verið að brölta við að koma mér fyrir í nýju rannsóknarsetri háskólans í gamla Moggahúsinu í Kringlunni.
  • ... og svo að sjálfsögðu, grill, bjór, wow, og önnur slík skemmtilegheit :)


Og núna... uppfæra þetta vesældarblogg þannig að hægt sé að nota þetta eitthvað :D

20. ágúst 2006

Læknar vita ekki rassgat

Ég hef sjaldan á ævinni verið jafn sleginn og reiður eins og núna fyrir 15 mínútum síðan þegar ég fór á læknavaktina í smáranum. Þvílík og eins þjónusta!

Ekki nóg með það að afgreiðslu-"daman" var með eindæmum dónaleg. Hún hefur sennilega annað hvort verið hnefaleikakeppandi á sínum yngri orðum því hún slefaði svoleiðis út úr sér orðunum eins og hún væri með áfasta tannvörn. En hiklaust hefur hún verið í handbolta því ekki kunni hún að rétta nokkurn skapaðan hlut, fleygði í mig kreditkortinu og svo kvittununni á eftir. Aldrei hef ég þolað fólk sem í stað þess að rétta manni hlutina þegar maður réttir á móti þeim hendina, finnur sig knúið til að fleygja öllu fyrir framan mann. Ég ætti kannski að vera feginn að hún fleygði þessu ekki bara á gólfið!

Og svo var það "læknirinn", meira skrípið. Ekki nóg með að hann starði á mig eins og naut á nývirki um leið og ég gekk inn til hans heldur var ég varla búinn að ljúka því að segja honum afhverju ég væri kominn þarna fyrr en hann fórnaði höndum og sagðist ekkert geta gert, ég yrði að fara til annars læknis.

ANNARS LÆKNIS! Hverskonar eiginlega hálfvita skapur er í gangi þarna í læknadeildinni í háskólanum? Hvað eru menn að mennta sig í öll þessi ár? Aldrei vitað annað eins að sitja fyrir framan mann sem er íklæddur krumpaðasta leðurlíkisvesti hérna megin alpafjallanna, mann sem kynnir sig sem læknamenntaðan, og hann gerir einhverjar máttlausustu tilraunir til sjúkdómsgreiningar og ó-ar svo upp við sig að hann geti ekkert gert og að það verið að leita annars læknis.

ÉG: "Hvers lags lækni á ég þá að finna?"
LEÐURLÍKIÐ: (voða hissa) "Nú háls/nef og eyrnalækni að sjálfsögðu!"
*ÞÖGN*

ÉG: "Og hvar er slíka lækna að finna? Á ég að leita uppi einhvern sérstakan?" (orðinn full pirraður)
LEÐURLÍKIÐ: "Hva, Glæsibæ. Þeir ERU þar!" (er sannfærður um að ég sé andlega þroskaheftur frekar en eitthvað annað, allir vita þetta!)
ÉG: "Já-há! það er ekkert annað... og hvað segi ég þeim lækni?"
LEÐURLÍKIÐ: "Hann rannsakar þig bara, Gísli er fínn, hittu hann!"
*Enn lengri þögn*

ÉG: "ÞÚ getur semsagt ekkert gert fyrir mig? Eða sagt mér hvað mögulega gæti verið að mér?"
LEÐURLÍKIÐ: "Nei, þú verður bara að fara eitthvað annað!"
Þá þakkaði ég bara pent fyrir mig, krumpaði saman 1.750 kr. reikninginn sem mér var afhentur og kom mér út.


Ég hafði lítið álit á læknum og lækna-"vísindum" fyrir en núna er ég sannfærður um að þetta "kukl" sem þessir læknar stunda er frekar byggt á einskærri tölfræðilegri heppni frekar en nokkurri þekkingu né vísindalegum grunni. Keyra bara á líkurnar, gefa bara öllum einhverjar pillur og hina "líklegustu" sjúkdómsgreiningu og bara sjá til hvort að þetta hreinlega reddist bara.

Kjaftæði!

14. ágúst 2006

Lame lame lame

Ég er með glataða heimasíðu.. orðinn þreyttur á henni.. er að uppfæra.. !

Hver nennir að skrifa á lame-síðu..

29. júní 2006

Opin fyrirspurn til Háskólans í Reykjavík

Sæl öll,

Mig langar að gera vinsamlega opna fyrirspurn varðandi stefnu Háskólans í Reykjavík varðandi uppljóstrun persónuupplýsinga um útskriftarnemendur sína?

Ástæðan er sú að síðan ég útskrifaðist frá skólanum þann 10. júní síðastliðinn þá hefur mér borist fjöldinn allur af auglýsingapósti frá bönkum, lífeyrissjóðum og lánafyrirtækjum ýmisskonar. Í öllum þessum pósti er nýútskrifuðum háskólanemum óskað til hamingju með "áfangann" og bent á ýmisskonar "fríðindi" og þjónustu sem þeim stendur til boða hjá viðkomandi fyrirtæki.

Ef slík er raunin að skólinn gefi fúslega upp persónuupplýsingar útskriftarnema til hvers sem þess óskar, þá langar mig með þessu bréfi að gera vinsamlega athugasemd við þá stefnu. Þó svo að auglýsingaherferðarpóstur sem þessi angri ekki alla, þá angrar mig mikið sú óforskammalega ágengni þeirra þjónustufyrirtækja sem senda slíkan póst.

Á sama hátt og skólinn býður nemendum sínum að firra sig ágangi tölvupóstssendinga innan skólans (með tilkomu afskráningar valmöguleika á innranetinu), þá finnst mér rétt að sú skráning sé einnig virt þegar kemur að uppljóstrun persónuupplýsinga nemenda til þriðja aðila. Sér í lagi þegar umbeðnar upplýsingar eru einungis ætlaðar til sendinga á auglýsingaáróðri í bréfpósti inn á heimili nemendanna.


Með kveðju
Sverrir Sigmundarson
Nýútskrifaður meistaranemi í tölvunarfræði

19. júní 2006

Ég, ásamt 2064 öðrum, myndi helst vilja...


decide what the hell I would like to do
with the rest of my life

[link]




Fyndin síða: http://www.43things.com/

13. júní 2006

Dagskrargerðarpakk

Er að horfa á þáttinn "Taka tvö" á RÚV. Úff hvað Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er upptekinn af að sýna öllum hvað hann er sniðugur og veit mikið. Hann hefur nánast ekki tíma til að taka viðtalið við manninn sem hann er með í heimsókn hjá sér.

Aldrei hef ég skilið þessa óstjórnandi þörf dagskrárgerðarfólks að klippa í sífellu af viðmælendum sýnum eða myndefni yfir á smettið á sjálfu sér! Hvaða máli skiptir að sjá heimskulegar andlitsgrettur fréttafólks, smeðjuleg bros eða tilgerðarlega takta? Það hreinlega lekur af sumum áhugaleysið á viðmælendum sínum.

Alveg eins og ég myndi ekki kaupa Harrý Potter til að lesa rausið í J.K. Rowling eða vera hress með að þurfa að þola regluleg innskot frá henni hvernig hún væri greidd eða sæti í skrifborðsstólum sínum einmitt þessa stundina. FUCK nei! Ég vill Harrý, galdra og dreka... ég vill söguna!

Svo ætti að banna fólki í sjónvarpinu að halda á pennum! Það er ekki eins og þið þurfið að skrifa eitthvað!! Að halda á penna er ávísun á að þú notir hann til að pota og benda ókurtleysislega á gestinn eða hreinlega missa sig í að lesa textann á pennanum þegar athyglisbresturinn gerir vart við sig (hint, hint Ásgrímur!)

12. júní 2006

Not all that practical?

This paper is concerned with the problem of constructing a computing routine or "program" for a modern general purpose computer which will enable it to play chess. Although perhaps of no practical importance, the question is of theoretical interest, and it is hoped that a satisfactory solution of this problem will act as a wedge in attacking other problems of a similar nature and of greater significance.

-CLAUDE E. SHANNON (In March, 1950)
From his seminal AI paper titled "Programming a Computer for Playing Chess" [read]

8. júní 2006

My favorite reviewer comment

Your job, as a scientist, is to discover facts and regularities. Let the reader judge what is significant for their application and what is not.

7. júní 2006

Í dag

Markar daginn er tölvunarfræðin missti einn af sínum merkustu mönnum. Heimurinn í dag hefði aldrei orðið eins og hann er ef Alan Turing hefði ekki markað sín spor. Og að sjálfsögðu eins og öllum brautryðjendum, þá sætti hann ofsóknum og misþyrmingum af hendi samborgara sinna, jafnvel þó svo að hann ásamt öðrum ætti stóran þátt í að bandamenn ynnu seinni heimstyrjöldina.



"We can only see a short distance ahead,
but we can see plenty there that needs to be done."


23. júní 1912 - 7. júní 1954

[link]

6. júní 2006

The Day of Days...

Vörn kl: 11:00 í stofu 201 í dag
Úfff púff... *go team!*

1. júní 2006

gaman...

Að hjóla í polla er alltaf gaman!



...jafnvel þó þú sért orðinn 28 ára!

24. maí 2006

...eins og Páll Óskar um árið

Hvernig getur maður annað en elskað þessa manneskju? Silvía Nótt.. þú ert snillingur...:D

Undanúrslitin í Aþenu:

Icelandic fictional character Silvia Night (a.k.a. Silvía Nótt) performs "Congratulations" at the Eurovision Semi-Finals in Greece 2006. As predicted, the audience did not realize this was a joke so Silvia was met with an unprecedented unanimous booing, before and after the performance. Her repeatedly telling the tech crew to "fuck themselves" at rehearsals didn't help either, producing an enormous amount of negative publicity for her in Greece especially. It is being rumoured that the sound crew deliberately misadjusted her mic levels in retaliation for her hurtful comments.


Sigmar snillingur með smá pistil um Silvíu og dvöl hennar í Aþenu, elska hvernig hún lætur ekki tæknimennina vaða yfir sig.. fuck no!


Smá framhald af herbergja brandaranum 5:30 mínútur inn í myndbandið:


Silvía Nótt tekur á ósigrinum af sínum eigin íþróttamannslega tígurleik:


Belgarnir elska Silvíu:


Silvía að gera það gott í Japan... þvílík snilld :D


Silvía er í raun með sjónvarpsþátt í Japan...


Silvía stelur senunni frá Treble (hollenska bandinu)..


Og að sjálfsögðu hið frábærlega "over-the-top" myndband


Eins og ég segi... ekkert annað en hrein silld þessi stelpa.. :D

10. maí 2006

How humans avoid deep lookahead search..

I just came across this sentence in a short essay written by Vadim Bulitko:

[...]stereo-types are pieces of precompiled knowledge that
humans use for fast reasoning in order to avoid a deeper (and thus slower) inference. [link]

Namely, the heuristic functions of humans include a bunch of precompiled information, e.g. newspapers, hear-say's, tv, radio etc...

Deep lookahead search, while resulting in a shorter execution time, requires more time during planning. It's a trade-off; how much do you want to know from your own research and how much are you willing to assume is true from a potentially unreliable source?

Some days I just LOVE computer science ... :D

5. maí 2006

Hvar finnur maður svo vinnu?


Starfsfólk eru "auðlind" sem á að "nýta" á sem "hagkvæmastann" hátt mögulegan.


Eiga atvinnurekendur virkilega að hafa áhuga á að halda starfsfólki sínu "ánægðu" í vinnunni? Er starfsamningur ekki bara samningur milli tveggja aðila sem gagnast þeim báðum? Þegar svo annar hvor aðilinn er hættur að njóta góðs, leitar hann þá ekki bara eitthvað annað?

Eins og atvinnurekendur ætlast til "hollustu" af starfsfólki sínu, eiga starfsmenn ekki að vænta sömu "hollustu" frá atvinnurekendum?

Einhverjar skoðanir á þessu?

2. maí 2006

Hvað ég óttast mest....

Rauð pennastrik á hvítum pappír... meika'ða ekki!

25. apríl 2006

Tvær vikur til stefnu...

ehhh.... svarið er... π/2




*snökt* π/2 !!!

17. apríl 2006

Við eigum afmæli í dag...

... við eigum afmæli bæði... við eigum afmæli í dag... Fimm ár (0101) eru fljót að líða með konunni sem maður elskar... keep on truck'n!

14. apríl 2006

Með lausa skrúfu

Obbosí.. eitthvað datt úr Rönnsunni áðan.. :/

11. apríl 2006

Formal Production Practices for Game-Development

From an article, "Friction Costs", published the new The Escapist issue (link)

More fundamental is the notion that immature practices and extreme working conditions are bankrupting the industry's passion - the love for creating games that drives developers to be developers.

When the average career length of the game development workforce is just over five years and over 50% of developers admit they don't plan to hang around for more than 10, we have a problem.

How can an industry truly grow, and an art form evolve, if everyone is gone by the time they hit 30?

How can we grow beyond an 11.5% female workforce when the level of commitment expected all but negates any hope of raising a family?

Ask yourself what movies would be like if they were created mostly by people with five years of movie-making experience - and were typically male. Spielberg would have checked out way before creating E.T. Same for music, art, books - every art form. J.K. Rowling would never have penned Harry Potter. The examples are countless.
[Full article]


... interesting to say the least!

8. apríl 2006

Sjáðu mamma!

Ég er á internetinu!

7. apríl 2006

Húmor venjulega fólksins

Kafli 1: Hið yfirnáttúrulega

Vinur X segir við þig: "Ég er ber-dreyminn..."


Möguleg svör sem sýna öllum hversu svakalega fyndinn þú ert:
1a. "Haha.. dreymir þig bara naktarrrrr konur!" *hnakka-yfirlætis-hlátur fylgir*
2a. "Kræki eða bláber?" *mögulegt blikk getur fylgt hérna*
3a. "Farðu þá í buxur" *setja upp svakalega-er-ég-sniðugur svipinn og gefa einhverjum máttlaust high-five*
4a. "INNNNNNNNNNNNNNNNTERNET!"

Svör til að eyða samtalinu:
1b. "Sko! ég er líka alltaf að dreyma líka svona" *án þess að gera hlé né draga andann* "SKO! í síðustu viku og alla þarnæstu viku þá dreymdi mig... [eyðufylling]!"
2b. "JÁ! ÉG VEIT!"
3b. "Holdrot!"
4b. "MMMMMMMMMMMMMMEEEEEEEEEEEEGABÆT!"

Alvarlegu svörin, sýna hvað þú ert skilningsrík(ur):
1c. "Já guvuð í alvöru?"
2c. "Segðu..?"
3c. "Amma gamla var svona líka.. hvað dreymdi þig?"
4c. "EEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEXML!"



Þar til í næstu viku... "Kafli 2: Beljukossar! Tákn um eilífa ást?"


Við erum læknar.. við erum BETRI en þú!!!

21. mars 2006

Uppáhalds...

Get ekki annað en haldið upp á þessa function í GNU C safninu:
char *strfry (char *string)

strfry creates a pseudorandom anagram of a string, replacing the input with the anagram in place. For each position in the string, strfry swaps it with a position in the string selected at random (from a uniform distribution). The two positions may be the same.

The return value of strfry is always string.

Portability Note: This function is unique to the GNU C library.


hihi... :D

20. mars 2006

Ekki bara...

Botninn, steina botninn, botninn með steinunum var náð í dag... dagur daganna... óskið mér til hamingju.

Hvað er smá admissibility milli vina, eða ha?... anskotans helvítis masterssjit... skil ekki afhverju nokkur lifandi sála fer í þennan guðsvolaða anskota! Hefði betur drullast til að finna mér einhverja helvítis sjoppuvinnu og vera þá a.m.k. með á hreinu hvað einn "dokks" er eða mælt úr 100 krónu bland í poka án þess að nota vigtina...


Hananú, tölvunarfræðingur fæst fyrir lítinn pening, þak yfir höfuðið og 40þús króna mánaðarlaun. ahh sjitt.. er til í að skipta laununum út fyrir heitan hádegismat.. lokaboð!


p.s. er með gat á sokknum...

13. mars 2006

27. febrúar 2006

AI FTW!

But have you got what it takes to be an AI researcher? Unlike many areas of research, it is still relatively unexplored. And according to Cliff, despite the benefits there is still a price to pay for being the first on the beach, he says. So besides just being curious about what makes us tick you also have to be pretty independent and prepared to do what it takes to break new ground. You need to be able to cope with frustration over a long period [of time].

--John Hallam, Director of Informatics at the University of Edinburgh [link]


Var ekki hægt að segja manni þetta strax!

19. febrúar 2006

Myndaleit

...er þessa stundina að leita að myndum af Silvíu Nótt úr söngvakeppninni..


... klámhundur!


... don't you judge me!

31. janúar 2006

AI FTW!

As computing power increases, so does the need to deploy it with greater selectivity.
-H. J. Berliner, et. al, Measuring the performance potential of chess programs, Artificial Intelligence 43 (1990)

10. janúar 2006

For-fundur

Í gær var haldinn óformlegur for-fundur fyrir mjög alvarlegan fund sem haldin var klukkan 13:00:00 í dag og verður tekinn upp aftur kl: 14:00:00.

Mættir voru: Jónas, Sverrir, Gunni og Daði (útlenski)

Hringt var í: Braga (gamla), Styrmi og Mömmu hans Gunna

Hverjir komu: Mamma hans Gunna

Ekki náðist niðurstaða í útistandandi mál og var því ákveðið að fundurinn og efni hans skyldi taka upp á ný í kvöld!

Alvarleg mynd af Gunna:


Sama alvarlega mynd af Gunna, minnkuð niður í 4x5 og stækkuð um 2000% .. mjög alvarlegt!

4. janúar 2006

Yessss...

Meikaði enn eitt árið.. húrra fyrir því.. húrra fyrir kívanishreyfingunni!